Innlent

Nornakrabbi til rannsóknar á Snæfellsnesi

Samúel Karl Ólason skrifar
Hugsanlega er þetta fyrsti nornakrabbinn sem finnst í Breiðafirði.
Hugsanlega er þetta fyrsti nornakrabbinn sem finnst í Breiðafirði.
Háskólasetri Snæfellsness hefur nú borist nornakrabbi, stundum kallaður langfótungur, til rannsóknar. Frá því er sagt á vef Skessuhorns. Fá eintök af nornakrabba hafa fundist við Ísland, en þeim hefur farið fjölgandi með hlýnun sjávar.

Haft er eftir Árna Ásgeirssyni hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Snæfellsnesi að hugsanlega sé þetta fyrsti nornakrabbinn sem tilkynnt er um á Breiðafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×