Innlent

Kíkti á miðann eftir umræður á Facebook

Tveir voru með allar tölurnar réttar í lottóinu síðastliðinn laugardag. Annar miðinn var sjálfvalsmiði ásamt jóker en hinn áskriftarmiði. Tölurnar voru óvenjulega lágar síðastliðinn laugardag, en þær voru 3-4-5-7-10 og bónustalan 25.

Nokkuð margir voru með 4 réttar tölur, eða alls 232 spilarar. Það voru þó einungis 2 sem voru með allar tölurnar réttar.

Annar vinningshafanna hafði dreymt fyrir um 20 árum tölurnar í röðinni, og sett í áskrift. Á laugardaginn komu tölurnar upp. Fjölskyldan sem vann var nýbúin að vera með fasteignasala í heimsókn hjá sér til að verðmeta húsnæði sitt, því þau ætluðu að minnka við sig til að draga úr skuldum.

Eftir að þau unnu hafa þau ákveðið að vera áfram í húsinu sínu og greiða niður áhvílandi skuldir og leyfa sér svo jafnvel að fara í framandi utanlandsferð sem hjónunum hefur lengi dreymt um.

Hinn vinningshafinn var ung þriggja barnamóðir frá Akranesi. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að veðrið á Akranesi hafi verið svo gott í síðustu viku og hafi konan ákveðið að bóna bílinn, og kaupa svo 10 raðir í lottó og Jóker. Hún fattaði að þegar vinir hannar á Facebook fóru að spyrjast fyrir hver hefði verslað sér lottómiða í Olís á Akranesi og unnið pottinn. Konan fór þá út í bíl og náði í miðann sinn, og ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum.

Hún vann rúmlega 31 milljón króna og ætlar að kaupa sér draumabílinn sinn og greiða upp skuldir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×