Hildur vill í fyrsta sætið Hjörtur Hjartarson skrifar 24. október 2013 19:00 Hildur Sverrisdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor. Hún segir það nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að boða nýja nálgun í borgarmálum. Hildur er 35 ára lögmaður og hefur á kjörtímabilinu starfað í umhverfis og skipulagsráði borgarinnar auk þess sem hún tók sæti Gísla Marteins Baldurssonar í borgarstjórn í september. Hún vill stuðla að breytingum innan Sjálfstæðisflokksins. „Ég tel nauðsynlegt að í Sjálfstæðisflokknum í dag í borgarmálum sé boðið upp á nýja nálgun. Í því felst meðal annars að hrósa pólitískum andstæðingum þegar þeir gera vel og taka þá þátt í því starfi í þágu borgarbúa og geta þannig staðið betur að vígi þegar þarf að gagnrýna það sem er alls ekki nógu vel gert.“ Hildur segir það afar mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn verði í meirihluta í næstu borgarstjórn og að hún sé rétta manneskjan til að leiða flokkinn í þá átt. „Ég hef til að mynda unnið mjög mikið og mjög vel með fólki úr öllum flokkum. Ég tel mig geta stuðlað að því að mynda meirihluta, að Sjálfstæðisflokkurinn verði í meirihluta á næsta kjörtímabili. Það er mjög aðkallandi og ég treysti mér til að leiða það nauðsynlega verkefni.“ Hildur segist ætla að leggja áherslu á borgarskipulag sem hún segir vera grunninn að betri borg. Hún telur að ef takast eigi að þétta byggð í Reykjavík sé nauðsynlegt að flugvöllurinn víki. „Það að ætla að þétta byggð og horfa ekki til mikilvæga svæðisins í Vatnsmýrinni fer að mörgu leyti ekki saman. Að því leytinu til tel ég að finna ætti flugvellinum nýjan stað þar sem hann þjónustar alla landsmenn og engu öryggi er stefnt í voða.“ Hildur er fjórði frambjóðandinn sem sækist eftir fyrsta sætinu en auk hennar stefna Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson á að leiða flokkinn í borginni. Það vex Hildi hins vegar ekki í augum að takast á við þennan hóp um oddvitasætið. „Nei, ég er í stjórnmálum því ég tel að stjórnmálamenn eiga að tala mjög hátt og skýrt og gera allt sem þeir geta til þess að þeirra hugmyndir verði ofan á til að gera vel. Og þá gerir maður bara það sem þarf að gera til þess.“ Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ef hún verður kosin mun ég að sjálfsögðu styðja hana“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor. Hún segir það nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að boða nýja nálgun í borgarmálum. Hildur er 35 ára lögmaður og hefur á kjörtímabilinu starfað í umhverfis og skipulagsráði borgarinnar auk þess sem hún tók sæti Gísla Marteins Baldurssonar í borgarstjórn í september. Hún vill stuðla að breytingum innan Sjálfstæðisflokksins. „Ég tel nauðsynlegt að í Sjálfstæðisflokknum í dag í borgarmálum sé boðið upp á nýja nálgun. Í því felst meðal annars að hrósa pólitískum andstæðingum þegar þeir gera vel og taka þá þátt í því starfi í þágu borgarbúa og geta þannig staðið betur að vígi þegar þarf að gagnrýna það sem er alls ekki nógu vel gert.“ Hildur segir það afar mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn verði í meirihluta í næstu borgarstjórn og að hún sé rétta manneskjan til að leiða flokkinn í þá átt. „Ég hef til að mynda unnið mjög mikið og mjög vel með fólki úr öllum flokkum. Ég tel mig geta stuðlað að því að mynda meirihluta, að Sjálfstæðisflokkurinn verði í meirihluta á næsta kjörtímabili. Það er mjög aðkallandi og ég treysti mér til að leiða það nauðsynlega verkefni.“ Hildur segist ætla að leggja áherslu á borgarskipulag sem hún segir vera grunninn að betri borg. Hún telur að ef takast eigi að þétta byggð í Reykjavík sé nauðsynlegt að flugvöllurinn víki. „Það að ætla að þétta byggð og horfa ekki til mikilvæga svæðisins í Vatnsmýrinni fer að mörgu leyti ekki saman. Að því leytinu til tel ég að finna ætti flugvellinum nýjan stað þar sem hann þjónustar alla landsmenn og engu öryggi er stefnt í voða.“ Hildur er fjórði frambjóðandinn sem sækist eftir fyrsta sætinu en auk hennar stefna Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson á að leiða flokkinn í borginni. Það vex Hildi hins vegar ekki í augum að takast á við þennan hóp um oddvitasætið. „Nei, ég er í stjórnmálum því ég tel að stjórnmálamenn eiga að tala mjög hátt og skýrt og gera allt sem þeir geta til þess að þeirra hugmyndir verði ofan á til að gera vel. Og þá gerir maður bara það sem þarf að gera til þess.“
Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ef hún verður kosin mun ég að sjálfsögðu styðja hana“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Sjá meira