Enski boltinn

Carrick hefur tröllatrú á Rooney

Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Wayne Rooney fagnaði 28 ára afmæli sínu í vikunni og félagi hans, Michael Carrick, segir að hans bestu ár í boltanum séu eftir.

Eftir skrautlegt sumar hefur Rooney verið eitt af ljósunum í myrkrinu hjá Man. Utd í vetur. Hann er búinn að skora fimm mörk í tíu leikjum og Carrick segir að það sé meira á leiðinni.

"Ef hann vill þá getur Wayne verið á toppnum lengi. Hann er að komast á sín bestu ár í boltanum. Ég er viss um að hann ætlar að bæta sig enn meir," sagði Carrick.

"Leikmenn lenda í hæðum og lægðum á sínum ferli. wayne er í hæð þessa stundina og ég er alveg klár á því að framhald verður þar á."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×