Enski boltinn

Rodgers: Man. Utd er tíu leikmönnum frá því að vinna titilinn

Rodgers með sínum mönnum.
Rodgers með sínum mönnum.
Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Man. Utd, er búinn að ergja marga með því sem hann segir í nýútkominni ævisögu sinni. Þar dregur kallinn hvergi undan.

Hann skýtur meðal annars hressilega á Liverpool. Segir að liðið sé einum átta leikmönnum frá því að vinna Englandsmeistaratitil.

Þau ummæli líta ekki nógu vel út í augnablikinu þar sem Liverpool hefur gengið vel í upphafi tímabilsins á meðan það gengur hvorki né rekur hjá Man. Utd.

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var eðlilega spurður út í þessi ummæli og hann svaraði þeim á léttu nótunum.

"Það er tveim minna en þeir þurfa. Ef við þurfum átta leikmenn til þess að vinna titilinn þá þurfa þeir tíu," sagði Rodgers.

Ferguson segir einnig í bókinni að hann hafi verið hissa á ráðningu Rodgers þar sem hann sé aðeins 39 ára gamall. Fergie gerði einnig lítið úr Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, sem hann sagði aldrei hafa átt neitt í Roy Keane og Paul Scholes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×