Enski boltinn

David James er hættur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Enski markvörðurinn David James er hættur knattspyrnuiðkun. Þetta staðfestir hann í viðtali við BBC.

James vinnur að UEFA A þjálfaragráðu sinni og mun aðstoða við þjálfun hjá uppeldisfélagi sínu Luton Town sem hluti af náminu.

„Ég er hættur. Ég er ekki að leita mér að liði til að spila með,“ segir James. Hann vilji vera þjálfari í framtíðinni og ljúka hæstu mögulegu þjálfaragráðu.

James spilaði með ÍBV í sumar undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar. Hann segir að þótt hann vildi spila þá leyfi samkomulag hans við BT-sjónvarpsstöðina það ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×