Enski boltinn

Tíu leikmenn Arsenal unnu góðan sigur

Arteta fagnar marki sínu í dag.
Arteta fagnar marki sínu í dag.
Arsenal er með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 0-2 útisigur á Crystal Palace. Mikel Arteta skoraði og fékk svo að líta rauða spjaldið. Það kom ekki að sök.

Það var markalaust í leikhléi en Arteta kom Arsenal yfir með marki úr vítaspyrnu í upphafi þess síðari. Síðustu sex mörk hans fyrir félagið hafa komið af punktinum.

Arteta var allt í öllu því tæpum 20 mínútum síðar var hann rekinn af velli eftir samskipti sín við Marouane Chamakh, fyrrum leikmanns Arsenal, en hann var að sleppa í gegn.

Arsenal þurfti því að spila síðustu 25 mínútur leiksins manni færri.

Palace náði að pressa nokkuð á Arsenal og fékk heldur betur tækifæri til þess að jafna. Þeir nýttu ekki færin og Arsenal refsaði með frábærri sókn sem endað með því að Olivier Giroud skoraði og kláraði leikinn.

.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×