Enski boltinn

Úrslit dagsins í enska boltanum

Suarez var maður dagsins. Hann fagnar hér þrennu sinni.
Suarez var maður dagsins. Hann fagnar hér þrennu sinni.
Það var góður dagur í enska boltanum fyrir Liverpool-liðin í ensku úrvalsdeildinni í dag. Bæði lið unnu sína leiki. Slíkt hið sama gerði Man. Utd.

Liverpool er í öðru sæti eftir sinn sigur en Everton er í því þriðja. Man. Utd aftur á móti í áttunda sæti. Átta stigum a´eftir toppliði Arsenal.

Aron Einar Gunnarsson spilaði síðari hálfleikinn fyrir Cardiff gegn Norwich. Cardiff er í fimmtánda sæti deildarinnar.

Úrslit:

Aston Villa-Everton  0-2

0-1 Romelu Lukaku (67.), 0-2 Leon Osman (81.)

Liverpool-WBA  4-1

1-0 Luis Suarez (12.), 2-0 Luis Suarez (16.), 3-0 Luis Suarez (55.), 3-1 James Morrison, víti (65.), 4-1 Daniel Sturridge (77.).

Man. Utd-Stoke  3-2

0-1 Peter Crouch (4.), 1-1 Robin van Persie (43.), 1-2 Marko Arnautovic (45.), 2-2 Wayne Rooney (77.), 3-2 Javier Hernandez (79.).

Norwich-Cardiff City  0-0

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×