Metallica halda tónleika á Suðurskautinu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. október 2013 12:23 Metallica munu hafa spilað í öllum heimsálfum að tónleikunum loknum. mynd/getty Dansk-bandaríska rokksveitin Metallica mun halda tónleika við argentínsku Carlini-rannsóknarstöðina á Suðurskautslandinu í desember. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Coca Cola og verður aðdáendum sveitarinnar í Suður-Ameríku gefinn kostur á að vinna miða á tónleikana með ferðum fram og til baka. Þá verður tónleikunum útvarpað til tónleikagesta sem verða með heyrnartól á hausnum í stað þess að notast verði við magnara og hátalarastæður eins og venja er. Munu þessir sérstöku tónleikar gera Metallica að einu hljómsveitina sem spilað hefur í öllum heimsálfum, en aðeins hafa verið haldnir einir tónleikar á Suðurskautinu áður. Var það hljómsveit skipuð vísindamönnum sem sendi beint frá tónleikum sínum á Live Earth-tónleikunum árið 2007. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Dansk-bandaríska rokksveitin Metallica mun halda tónleika við argentínsku Carlini-rannsóknarstöðina á Suðurskautslandinu í desember. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Coca Cola og verður aðdáendum sveitarinnar í Suður-Ameríku gefinn kostur á að vinna miða á tónleikana með ferðum fram og til baka. Þá verður tónleikunum útvarpað til tónleikagesta sem verða með heyrnartól á hausnum í stað þess að notast verði við magnara og hátalarastæður eins og venja er. Munu þessir sérstöku tónleikar gera Metallica að einu hljómsveitina sem spilað hefur í öllum heimsálfum, en aðeins hafa verið haldnir einir tónleikar á Suðurskautinu áður. Var það hljómsveit skipuð vísindamönnum sem sendi beint frá tónleikum sínum á Live Earth-tónleikunum árið 2007.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira