Enski boltinn

Átti að gera það sama og á æfingasvæðinu

Chicharito skorar sigurmarkið í leiknum.
Chicharito skorar sigurmarkið í leiknum.
Það hefur gerst oftar en einu sinni að litli Mexíkóinn Javier Hernandez komi Man. Utd til bjargar. Hann gerði það aftur í dag.

Man. Utd kom til baka gegn Stoke City og vann 3-2 sigur þrátt fyrir ósannfærandi spilamennsku.

"Við vissum alltaf að Stoke yrði erfiður andstæðingur. Sem betur fer héldum við áfram og náðum að klára leikinn," sagði Hernandez eftir leik en hvað með markið?

"Þegar ég kom inn á sagði stjórinn mér að gera það sama og ég geri á æfingasvæðinu. Þetta var sem betur fer frábær sending frá Patrice og ég fann svæði til þess að skora.

"Andinn í liðinu er alltaf til staðar og við höldum alltaf áfram að berjast fram á síðustu mínútu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×