Innlent

,,Pereat Illugi Gunnarsson''

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ingvi Hrafn rekur sjónvarpsstöðina ÍNN og þykir ekki eðlilegt að ríkisrekin sjónvarpsstöð hafi tekjur af auglýsingum.
Ingvi Hrafn rekur sjónvarpsstöðina ÍNN og þykir ekki eðlilegt að ríkisrekin sjónvarpsstöð hafi tekjur af auglýsingum. Mynd/Anton Brink
„Ég segi bara: Pereat Illugi Gunnarsson,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN, þegar Vísir náði af honum tali. Pereat er latína sem útleggst á íslensku: Niður með hann. Þær fregnir að Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, hyggist lækka framlög ríkisins til Ríkisútvarpsins og víkka út möguleika þess til þess að afla sér tekna á auglýsingamarkaði vekja ekki mikla lukku hjá Ingva Hrafni. „Það að ráðherra sjálfstæðisflokksins sé að gefa ríkinu frítt spil í auglýsingum er bara fyrirlitlegt,“ segir Ingvi Hrafn.

„Ég vil losna við ríkið af auglýsingamarkaði. Ef að það gerist mun verða hér gríðarlega fjölbreyttur fjölmiðlaheimur.“ Ingvi Hrafn segir orð Illuga hafa komið flatt upp á sig. „Ég bjóst ekki við þessu og þetta veldur mér gríðarlegum vonbrigðum.“

Hversu líklegt þykir þér að Illugi standi við þessi orð sín?

„Ég hef ekki nokkra trú á því að Illugi Gunnarsson dugi til eins né neins sem verður íslenskum fjölmiðlum til betri afkomu.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×