Fótbolti

Platini vill fjölga þjóðum á HM

Stefán Árni Pálsson skrifar
Michel Platini
Michel Platini nordicphotos/getty
Michel Platini, forseti UEFA, telur það nauðsynlegt að fjölga þjóðum úr 32 í 40 á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.

Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur tjáð sig oft á tíðum um að fleiri Afríkuþjóðir þurfi að vera á mótinu og hefur hann barist fyrir stækkun mótsins. Platini er honum sammála.

„Ég verð að vera sammála Blatter í þessu máli og það er nauðsynlegt að fjölga liðum frá Afríku og Asíu. Það má samt sem áður ekki fækka Evrópuþjóðum heldur þess í stað ætti að fjölga þjóðum á mótinu upp í 40,“ sagði Platini í viðtali í The Times.

„Þessi breyting myndi ekki hafa mikil áhrif á skipulag keppninnar. Hún myndi lengjast um þrjá daga en mun meira skemmtanargildi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×