Fótbolti

Aron byrjar í fyrsta skipti með Bandaríkjunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Jóhannsson bregður á leik á æfingu með bandaríska landsliðinu.
Aron Jóhannsson bregður á leik á æfingu með bandaríska landsliðinu. Mynd/NordicPhotos/Getty
Aron Jóhannsson er í byrjunarliði bandaríska landsliðsins í fyrsta skipti þegar liðið mætir Jamaíka í undankeppni HM í kvöld.

Landsliðsþjálfarinn Jurgen Klinsmann gerir sex breytingar á byrjunarliðinu frá því í 2-0 sigrinum á Mexíkó í september. Þá tryggðu Bandaríkin sér sæti í lokakeppninni.

Aron mun leika við hlið Jozy Altidore í kvöld. Þeir félagar voru samherjar hjá AZ Alkmaar í skamma stund áður en sá síðarnefndi var seldur til Sunderland.

Þetta er þriðji landsleikur Arons fyrir Bandaríkin en hann bíður enn eftir fyrsta marki sínu sem kemur kannski í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×