Fótbolti

Sölvi Geir lék allan leikinn í jafntefli FC Ural

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sölvi Geir Ottesen
Sölvi Geir Ottesen mynd / heimasíða FC Ural.
Sölvi Geir Ottesen, leikmaður FC Ural, lék allan leikinn með liðinu í jafntefli gegn Terek Grozny í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Junior Mauricio, leikmaður Terek Grozny, skoraði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega tuttugu mínútna leik en Gerson Acevedo jafnaði metin FC Ural, þegar rúmlega hálftími var til leiksloka.

FC Ural eru nýliðar í deildinni en liðið er í 14. sæti með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×