Fótbolti

Íslendingaliðin töpuðu í norska boltanum | Jón Daði lagði upp mark

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þetta var ekki dagur Íslendinganna í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en bæði Viking og Start töpuðu sínum leikjum.

Viking tapaði, 4-3, fyrir Tromsö en Indriði Sigurðsson og Jón Daða Böðvarsson leika með Viking. Jón Daða lagði að vísu upp eitt mark í leiknum og átti fínan leik. Mjög óvanalegt að Viking fái á sig fjögur mörk í einum leik.

Mjög óvænt úrslit en Viking er í þriðja sæti deildarinnar með 43 stig á meðan Tromsö er í töluverðari fallbaráttu.

Start tapaði fyrir Rosenborg, 1-0, á heimavelli en þeir  Matthías Vilhjálmsson og Guðmund Kristjánsson leika báðir í liði Start.

Start er í 10. sæti deildarinnar með 32 stig en Rosenborg er í efsta sætinu með 56 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×