Fótbolti

Alfreð og Kolbeinn báðir á skotskónum í kvöld | Myndbönd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alfreð Finnbogason hættir ekki að skora
Alfreð Finnbogason hættir ekki að skora nordicphotos/getty
Framherjinn Alfreð Finnbogason getur hreinlega ekki hætt að skora en hann gerði frábært mark fyrir Heerenveen í hollensku úrvaldeildinni í kvöld.

Alfreð kom heimamönnum yfir gegn Vitesse rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann skoraði með hælnum inn í vítateig.

Heerenveen komst í 2-0 í leiknum en missti það forskot niður í 2-2 og síðan skoraði Patrick van Aanholt, leikmaður Vitesse, sigurmark leiksins á 90. mínútu og tapaði því Heerenveen leiknum.

Alfreð hefur núna skorað 11 mörk í hollensku úrvalsdeildinni á tímablinu og er gjörsamlega óstöðvandi.

Myndband af marki Alfreð má sjá hér.

Hinn sjóðheiti Kolbeinn Sigþórsson bjargaði stigi fyrir Ajax gegn Twente í kvöld en hann skoraði eina mark Ajax nokkrum mínútum fyrir leikslok. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Kolbeinn skoraði einnig mark Íslands gegn Norðmönnum á þriðjudagskvöld.

Hér má sjá mark Kolbeins frá því í kvöld.

Ajax er í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig en Heerenveen í því fimmta með 16 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×