Innlent

Konur tapa 15 milljónum á einni starfsævi

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna og Jón Gnarr borgarstjóri
Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna og Jón Gnarr borgarstjóri
Í borgarstjórn er nú verið að ræða kynbundinn launamun í Reykjavík.

Jón Gnarr, borgarstjóri, fór yfir tillögu sem er í 11 liðum.

Meðal efnis tillögunnar er að farið verði í fræðsluátak með stjórnendum hjá Reykjavíkurborg, að aksturs- og yfirvinnugreiðslur verði endurskoðaðar, að ítarlegar tölfræðiskýrslur verði lagar fyrir fagráð og borgarráð ársjórðungslega og að úttekt verð á launamun kynjanna verði gerð á launum starfsmanna Reykjavíkurborgar árlega.  

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tók meðal annarra til máls og þar kom fram að konur sem vinna hjá Reykjavíkurborg séu að meðaltali með tæplega 40 þúsund krónum minna í laun. Á ári gerir það 430 þúsund og um 15 milljónir á einni starfsævi.

Sóley talaði einnig um að rætur kynbundins launamunar liggi mun dýpra en ellefu liðir í tillögunni geti unnið á. Hún segir kynbundinn launamun vera mælistiku á misréttið á öllum hinum sviðum samfélagsins sem ekki er hægt að mæla.

Umræða um kynbundinn launamun starfsmanna Reykjavíkurborgar eru enn í gangi í Ráðhúsinu og hafa kvenkyns starfsmenn Reykjavíkurborgar fjölmennt á pöllunum til að fylgjast með umræðunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×