Sport

Metallica spilaði fyrir Rivera | Myndband

Metallica ásamt hafnaboltagoðsögninni.
Metallica ásamt hafnaboltagoðsögninni.
Ein stærsta stjarnan í hafnaboltaliði New York Yankees, Mariano Rivera, er að leggja skóna á hilluna eftir glæsilegan nítján ára feril.

Hann hefur fengið glæsilegar gjafir á öllum útivöllum upp á síðkastið og Yankees var svo með glæsilega athöfn fyrir hann á Yankee Stadium í gær.

Yankees hefur alla tíð leikið lagið Enter Sandman með Metallica er Rivera kemur inn á völlinn. Það var svo gert með stæl í gær er þungarokksbandið var mætt á völlinn og lék fyrir Rivera sem er einfaldlega kallaður Sandman.

Þegar Rivera leggur skóna á hilluna verður treyja númer 42 ekki notuð aftur í hafnabolta. Það var ákveðið af deildinni árið 1997 að leggja það treyjunúmer til hliðar. Þeir sem voru þó enn að spila í því númeri máttu samt klára ferilinn í númerinu.

Það er gert til þess að heiðra Jackie Robinson sem var fyrsti hörundsdökki leikmaðurinn til þess að spila í MLB-deildinni.

Hér að neðan má sjá aðeins af því er Metallica tók lagið fyrir Rivera í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×