Grjótfok rústar bílum í Öræfum Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. september 2013 07:00 Rúður brotnuðu í fjölda bíla í Freysnesi Mynd/Eyrún Halla Jónsdóttir Ákaflega slæmt veður var á landinu öllu í gær og þurftu björgunarsveitir landsins að sinna fjölda útkalla. Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit þurfti að aðstoða fjölda bifreiða sem fastar sátu í Námuskarði. Einnig voru ferðamenn fastir í bílum sínum á Sprengisandi en Björgunarsveitin Þingey kom þeim til aðstoðar. Þá þurfti Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum að aðstoða bíla í Vatnsskarði eystra og á Fjarðarheiði. Í Vestmannaeyjum og í Hafnarfirði fuku þakplötur af íbúðarhúsum og voru björgunarsveitir sendar á vettvang til aðstoðar. „Það hefur verið mjög mikið að gera hjá smærri björgunarsveitunum úti á landi, sem sjá um fjallvegi og heiðar. Þetta eru auðvitað allt sjálfboðaliðar og álagið hefur verið mikið á þeim,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, fjölmiðlafulltrúi Landsbjargar. Á landsvísu eru um 4.000 manns á útkallsskrá hjá björgunarsveitunum. Vegir landsins voru margir hverjir þaktir snjó eða krapi og slæm veðurskilyrði ollu vandræðum víða. Á Vestfjörðum var snjóþekja og skafrenningur á fjallvegum og voru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Á Norðausturlandi var víða hálka og éljagangur. Krapasnjór var í Fagradal, Vatnsskarði eystra og á Öxi. Ófært var í Hamarsfirði, á Hellisheiði eystri og á Suðausturlandi var ófært milli Kirkjubæjarklausturs og Freysness vegna óveðurs. „Veðrið var verst um klukkan 15 en svo lægði aðeins,“ segir Eyrún Halla Jónsdóttir, starfsmaður í Söluskálanum í Freysnesi. Fjölmargir bílar stóðu fastir á Skeiðarársandi sökum veðurofsa á staðnum. „Það óku um 20 bílar fram hjá okkur með brotnar rúður og skemmt lakk,“ bætir Eyrún Halla við. Fjöldi fólks þurfti að yfirgefa bíla sína á Skeiðarársandi en grunnskólinn í Hofgarði var opnaður til að hýsa það fólk sem var í vanda statt. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ákaflega slæmt veður var á landinu öllu í gær og þurftu björgunarsveitir landsins að sinna fjölda útkalla. Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit þurfti að aðstoða fjölda bifreiða sem fastar sátu í Námuskarði. Einnig voru ferðamenn fastir í bílum sínum á Sprengisandi en Björgunarsveitin Þingey kom þeim til aðstoðar. Þá þurfti Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum að aðstoða bíla í Vatnsskarði eystra og á Fjarðarheiði. Í Vestmannaeyjum og í Hafnarfirði fuku þakplötur af íbúðarhúsum og voru björgunarsveitir sendar á vettvang til aðstoðar. „Það hefur verið mjög mikið að gera hjá smærri björgunarsveitunum úti á landi, sem sjá um fjallvegi og heiðar. Þetta eru auðvitað allt sjálfboðaliðar og álagið hefur verið mikið á þeim,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, fjölmiðlafulltrúi Landsbjargar. Á landsvísu eru um 4.000 manns á útkallsskrá hjá björgunarsveitunum. Vegir landsins voru margir hverjir þaktir snjó eða krapi og slæm veðurskilyrði ollu vandræðum víða. Á Vestfjörðum var snjóþekja og skafrenningur á fjallvegum og voru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Á Norðausturlandi var víða hálka og éljagangur. Krapasnjór var í Fagradal, Vatnsskarði eystra og á Öxi. Ófært var í Hamarsfirði, á Hellisheiði eystri og á Suðausturlandi var ófært milli Kirkjubæjarklausturs og Freysness vegna óveðurs. „Veðrið var verst um klukkan 15 en svo lægði aðeins,“ segir Eyrún Halla Jónsdóttir, starfsmaður í Söluskálanum í Freysnesi. Fjölmargir bílar stóðu fastir á Skeiðarársandi sökum veðurofsa á staðnum. „Það óku um 20 bílar fram hjá okkur með brotnar rúður og skemmt lakk,“ bætir Eyrún Halla við. Fjöldi fólks þurfti að yfirgefa bíla sína á Skeiðarársandi en grunnskólinn í Hofgarði var opnaður til að hýsa það fólk sem var í vanda statt.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels