Enski boltinn

Van Persie vill klára ferilinn hjá United

Robin van Persie í leik með United
Robin van Persie í leik með United mynd/getty images
Robin van Persie, leikmaður Manchester United, vill ólmur framlengja samning sinn við Englandsmeistarana en hann á enn þrjú ár eftir af núverandi samningi sínum við félagið.

Þessi 30 ára framherji vann Englandsmeistaratitil á sínu fyrsta tímabili með United eftir heldur mögur titlaár hjá Arsenal þar á undan.

„Ég á þrjú ár eftir af samningi mínum en vill dvelja hér mun lengur,“ sagði van Persie í viðtali við MUTV sjónvarpsstöðina.

„Maður vill alltaf spila eins lengi og maður getur í hæsta gæðaflokki og vinna titla. Ég sé mig vel klára ferilinn hér.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×