Fótbolti

Árangri Íslands má líkja við kraftaverk

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd / pjetur
Pistlahöfundur hjá Telegraph í Belfast fjallar náið um velgengni íslenska landsliðsins á síðu blaðsins í gær en hann telur það vera kraftaverk hversu vel íslenska liðinu gengur í undankeppninni HM.

Að hans mati er það með ólíkindum að svona lítil þjóð, sem var í neðst liða í E- riðli á styrkleikalista FIFA þegar undankeppnin hófst, sé núna í öðru sæti og með góða möguleika á því að komast í umspil um laust sæti á HM í Brasilíu.

Ísland mætir Kýpur 11. október á Laugardalsvelli og síðan Norðmönnum fjórum dögum síðar ytra. Liðið er í öðru sæti riðilsins með 13 stig, fimm stigum á eftir Sviss sem er í því efsta.

Blaðamaðurinn spyr sig hvernig svona kraftaverk geti átt sér stað?

Þjálfarinn hefur gríðarlega mikið að segja  og með tilkomu Lars Lagerback breytist landslagið fyrir íslenska landsliðið. Liðið gefst aldrei upp og berst til síðasta blóðdropa, það hefur skilað Íslandi á þann stað sem liðið er í dag, en þetta er meðal annars það sem kemur fram í pistli frá Eamonn Sweeney sem má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×