Hafa femínistar eyðilagt fegurðarsamkeppnir? Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. september 2013 09:47 Ísland á fulltrúa í ungfrú Alheimur í ár. Mynd úr safni. Það er talið ólíklegt að Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, fulltrúi Íslands í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Alheimur eigi möguleika á sigri, þrátt fyrir að vera falleg. Þetta kemur fram á vefsíðu sem fjallar um keppnina. Keppnin verður haldin 28. september næstkomandi í Indónesíu. Á vefsíðunni kemur fram að ástæðan sé sú að Sigríður hafi lítið verið kynnt. Hún hafi skyndilega verið boðuð til þátttöku en ekki sé mikið vitað um hana. Á vefsíðunni segir að þrátt fyrir að Ísland hafi þrisvar sinnum unnið fyrsta sæti í keppninni þá virðist vera mikil andstaða gegn fegurðarsamkeppnum hér á landi. Femínistar á Íslandi séu að gera allt hvað þeir geta til að eyðileggja fyrir mótshöldurum slíkra keppna. Sigríður sem er mætt á keppnisstað, segist vera spennt fyrir keppninni og lætur þessi ummæli ekkert á sig fá. Hún segist jafnframt ekki sjá neitt að því að stelpur taki þátt í svona keppnum. Hún geri þetta af fúsum og frjálsum vilja og líti á það sem sinn rétt að taka þátt. „Við erum 130 stelpur sem erum að njóta þess að vera hérna saman, ég á orðið vini alls staðar í heiminum,“ segir Sigríður.Snertir samfélagið í heild - Staðlaðar útlitskröfur og kassalegar skilgreiningar Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands telur að það séu fleiri en femínistar sem að átta sig á því að staðlaðar útlitskröfur og kassalegar skilgreiningar á fegurð, geti verið skaðlegar fyrir ungar stúlkur og það samfélag sem við viljum búa í. „Ég held að mörgum finnist þessar keppnir bara vera hálf glataðar og það er ekki bara skoðun yfirlýstra femínista,“ segir Steinunn. Hún nefnir sem dæmi að síðasta vor hafi verið mikil umræða um fegurðarsamkeppnir. Það sé umræða sem alltaf skjóti upp kollinum reglulega. Steinunn segist líka alltaf vera jafn hissa á hvað fólk er tilbúið að taka þátt í svona keppnum, en eins og hafi komið í ljós og verið mikið í fréttum þá séu þátttakendur feguðrarsamkeppna oft krafðar til þess að varpa frá sér ýmsum réttindum og í ljós hafi komið að stelpurnar ráða sér ekki mikið sjálfar þegar þær hafa skráð sig til keppni.„Auðvitað ræður fólk hvað það gerir en konur mega ekki gleyma því að það sem hver og ein gerir hefur ekki bara áhrif á hana sjálfa, það snertir samfélagið í heild sinni. Ungar stúlkur lesa umfjallanir um þessar fallegu stúlkur og áherslan er öll á útlit, en það er bara svo margt annað sem skiptir máli i lífinu en að vera falleg,“ segir hún. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Það er talið ólíklegt að Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, fulltrúi Íslands í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Alheimur eigi möguleika á sigri, þrátt fyrir að vera falleg. Þetta kemur fram á vefsíðu sem fjallar um keppnina. Keppnin verður haldin 28. september næstkomandi í Indónesíu. Á vefsíðunni kemur fram að ástæðan sé sú að Sigríður hafi lítið verið kynnt. Hún hafi skyndilega verið boðuð til þátttöku en ekki sé mikið vitað um hana. Á vefsíðunni segir að þrátt fyrir að Ísland hafi þrisvar sinnum unnið fyrsta sæti í keppninni þá virðist vera mikil andstaða gegn fegurðarsamkeppnum hér á landi. Femínistar á Íslandi séu að gera allt hvað þeir geta til að eyðileggja fyrir mótshöldurum slíkra keppna. Sigríður sem er mætt á keppnisstað, segist vera spennt fyrir keppninni og lætur þessi ummæli ekkert á sig fá. Hún segist jafnframt ekki sjá neitt að því að stelpur taki þátt í svona keppnum. Hún geri þetta af fúsum og frjálsum vilja og líti á það sem sinn rétt að taka þátt. „Við erum 130 stelpur sem erum að njóta þess að vera hérna saman, ég á orðið vini alls staðar í heiminum,“ segir Sigríður.Snertir samfélagið í heild - Staðlaðar útlitskröfur og kassalegar skilgreiningar Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands telur að það séu fleiri en femínistar sem að átta sig á því að staðlaðar útlitskröfur og kassalegar skilgreiningar á fegurð, geti verið skaðlegar fyrir ungar stúlkur og það samfélag sem við viljum búa í. „Ég held að mörgum finnist þessar keppnir bara vera hálf glataðar og það er ekki bara skoðun yfirlýstra femínista,“ segir Steinunn. Hún nefnir sem dæmi að síðasta vor hafi verið mikil umræða um fegurðarsamkeppnir. Það sé umræða sem alltaf skjóti upp kollinum reglulega. Steinunn segist líka alltaf vera jafn hissa á hvað fólk er tilbúið að taka þátt í svona keppnum, en eins og hafi komið í ljós og verið mikið í fréttum þá séu þátttakendur feguðrarsamkeppna oft krafðar til þess að varpa frá sér ýmsum réttindum og í ljós hafi komið að stelpurnar ráða sér ekki mikið sjálfar þegar þær hafa skráð sig til keppni.„Auðvitað ræður fólk hvað það gerir en konur mega ekki gleyma því að það sem hver og ein gerir hefur ekki bara áhrif á hana sjálfa, það snertir samfélagið í heild sinni. Ungar stúlkur lesa umfjallanir um þessar fallegu stúlkur og áherslan er öll á útlit, en það er bara svo margt annað sem skiptir máli i lífinu en að vera falleg,“ segir hún.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira