Rótsterkur samstöðubjór fyrir Gay pride Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 25. júlí 2013 23:30 Sturlaugur bruggmeistari í brugghúsinu með bjórinn Ástrík „Við vildum koma með skemmtilegan samstöðubjór,“ segir bruggmeistarinn Sturlaugur Jón Björnsson hjá Borg Brugghús sem mun í næstu viku hefja sölu á sérstökum Gay Pride bjór. „Hann heitir Ástríkur til þess að undirstrika alla þá ást og hamingju sem að umlykur þetta samfélag," segir Sturlaugur „En þetta er einmitt líka nafnið á teiknimyndapersónunni Ástríki sem að kemur frá hinum frönsku Niðurlöndum. Því þótti okkur við hæfi að skella í belgíu inspíreraðan bjór.“ Bjórinn er rótsterkur, með 10 prósenta áfengismagni en þó ekkert sérstaklega þungur þrátt fyrir háa alkóhólprósentu heldur ljós, léttur og fruity, að sögn bruggmeistarans. Sturlaugur þróaði bjórinn ásamt félaga sínum í faginu, Valgeiri Valgeirssyni. „Við erum uppfullir af hugmyndum og reynum að koma með eins mikið af nýjum bjórum og við getum. Það er gaman að tengja bjórana við árstíðir, ákveðin tímamót eða fögnuði.“ Hann segir bjórinn aðeins framleiddan í takmörkuðu magni en þó sé aldrei að vita nema hann komi aftur að ári. Verkefnastjóri brugghússins, Óli Rúnar Jónsson, segir bjórinn mikið gæðaöl. „Þetta er fyrsti íslenski Gay pride bjórinn,“ fullyrðir Óli en hann segist ekki vita hvort slíkur hafi verið framleiddur úti í heimi. Hann segir Fíton eiga meira og minna heiðurinn af útfærslunni á miðanum á flöskunni. Miðinn er einstaklega litríkur, enda með fána samkynhneigðra, og snýr á hvolf. „Öfugur bjór til heiðurs öfugu fólki,“ segir Sturlaugur og hlær. „Það er til þess að undirstrika, og náttúrulega fánalitir samkynhneigðra, þá teningu. Það þarf að hafa húmor í þessu.“ Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fleiri fréttir Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Sjá meira
„Við vildum koma með skemmtilegan samstöðubjór,“ segir bruggmeistarinn Sturlaugur Jón Björnsson hjá Borg Brugghús sem mun í næstu viku hefja sölu á sérstökum Gay Pride bjór. „Hann heitir Ástríkur til þess að undirstrika alla þá ást og hamingju sem að umlykur þetta samfélag," segir Sturlaugur „En þetta er einmitt líka nafnið á teiknimyndapersónunni Ástríki sem að kemur frá hinum frönsku Niðurlöndum. Því þótti okkur við hæfi að skella í belgíu inspíreraðan bjór.“ Bjórinn er rótsterkur, með 10 prósenta áfengismagni en þó ekkert sérstaklega þungur þrátt fyrir háa alkóhólprósentu heldur ljós, léttur og fruity, að sögn bruggmeistarans. Sturlaugur þróaði bjórinn ásamt félaga sínum í faginu, Valgeiri Valgeirssyni. „Við erum uppfullir af hugmyndum og reynum að koma með eins mikið af nýjum bjórum og við getum. Það er gaman að tengja bjórana við árstíðir, ákveðin tímamót eða fögnuði.“ Hann segir bjórinn aðeins framleiddan í takmörkuðu magni en þó sé aldrei að vita nema hann komi aftur að ári. Verkefnastjóri brugghússins, Óli Rúnar Jónsson, segir bjórinn mikið gæðaöl. „Þetta er fyrsti íslenski Gay pride bjórinn,“ fullyrðir Óli en hann segist ekki vita hvort slíkur hafi verið framleiddur úti í heimi. Hann segir Fíton eiga meira og minna heiðurinn af útfærslunni á miðanum á flöskunni. Miðinn er einstaklega litríkur, enda með fána samkynhneigðra, og snýr á hvolf. „Öfugur bjór til heiðurs öfugu fólki,“ segir Sturlaugur og hlær. „Það er til þess að undirstrika, og náttúrulega fánalitir samkynhneigðra, þá teningu. Það þarf að hafa húmor í þessu.“
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fleiri fréttir Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Sjá meira