Innlent

Skilaði nýja ráðherrabílnum - ekur um á tæplega tíu ára gömlum bíl

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á 17. júní.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á 17. júní.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skilaði nýrri Benz-bifreið sem forveri hans, Jóhanna Sigurðardóttir, hafði pantað til reynslu.

Því mun Sigmundur Davíð aka um á ráðherrabíl sem var keyptur í tíð Halldórs Ásgrímssonar árið 2004.

Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins en þar kemur einnig fram að ítarlega verði fjallað um ráðherrabíla í blaðinu sem kemur út á morgun.

Á vef Viðskiptablaðsins segir að forsætisráðuneytið hafi pantaði nýjan ráðherrabíl rétt áður en Jóhanna Sigurðardóttir lét af embætti. Um er ræða Mercedes Benz E250 CDI.

Bíllinn, sem átti að taka við af BMW ráðuneytisins, var pantaður til reynslu og gat ráðuneytið því skilað honum án kostnaðar. Listaverð bílsins er í kringum 11 milljónir króna.

Þetta var fyrsti Benzinn sem hefur verið ráðherrabíll forsætisráðuneytisins frá því Geir Hallgrímsson lét af embætti árið 1978.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ekur því á BMW 730 Li bifreið sem Jóhanna notaði áður.

Bíllinn er 15 cm lengri en venjuleg útgáfa og var, eins og fyrr segir, keyptur nýr árið 2004 í forsætisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×