Lífið

Kim og Kanye eignast stúlku

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Kim og Kanye eru spennt fyrir frumburðinum
Kim og Kanye eru spennt fyrir frumburðinum

Rapparinn Kanye West og Kim Kardashian eiga von á stúlku. „Ég er svo spennt. Við eigum von á stúlku. Hver vill ekki eignast stúlku? Þær eru bestar og ég veit að Kanye hefur alltaf langað í litla stelpu,“ sagði Kim þegar læknirinn tilkynnti um kynið.

Fjölskylda Kim hélt veislu henni og barninu til heiðurs í nýjasta þættinum af Keeping up with the Kardashians sem sýndur var ytra um helgina. Slúðurmiðlarnir eru nú þegar farnir að spá fyrir um nafn á dömuna en Kim hefur sagt að þrátt fyrir að hefð sé fyrir bókstafnum „K“ hjá Kardashian-fjölskyldunnar muni frumburður hennar ekki bera nafn sem byrjar á „K“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.