Enski boltinn

Bale byrjaður að tala um næsta tímabil

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Gareth Bale gaf sterka vísbendingu fyrir því að hann ætli sér að vera um kyrrt í herbúðum Tottenham.

Tottenham endaði í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir baráttu fram á lokadag tímabilsins. Þar með missti liðið af sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

„Við lögðum hart að okkur á þessu tímabili og bæði liðið og stjórinn hafa staðið sig mjög vel,“ sagði Bale í viðtali við sjónvarpsstöð Tottenham en hann hefur verið orðaður við mörg stærstu lið Evrópu.

„Liðið hefur aldrei náð jafn mörgum stigum í úrvalsdeildinni en það hefði öllu jöfnu dugað til að komast í Meistaradeildina. Það voru vonbrigði að komast ekki í hana en við verðum að halda áfram og prófa aftur á næsta tímabili.“

„Það var gott að klára tímabilið á sigri gegn Sunderland en sigurvíman varði ekki lengi. En við erum með ungt lið og munum læra af þessu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×