Enski boltinn

Stóru liðin til í að greiða mikið fyrir Bale

Franska goðsögnin Zinedine Zidane, sendiherra hjá Real Madrid, segir að stærstu félög Evrópu séu meira en til í að greiða vel fyrir þjónustu Gareth Bale hjá Tottenham.

Bale var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af leikmönnum hefur farið á kostum með Spurs í vetur og er nú orðaður við öll stærstu félögin.

"Miðað við tímabilið sem hann átti og hversu ungur hann er þá er alveg ljóst að hann yrði einn dýrasti leikmaður allra tíma ef hann yrði seldur núna," sagði Zidane.

"Tottenham gæti hæglega farið fram á 40 til 60 milljónir punda fyrir hann. Það er mikill peningur en það eru kannski þrjú til fjögur lið í heiminum sem geta greitt slíkan pening og þau óttast það ekki.

"Bale getur gert gæfumuninn fyrir bestu félögin og hann hefur alla burði til þess að vera á toppnum næstu tíu árin."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×