Enski boltinn

Vill að Bale skrifi undir nýjan samning

Gareth Bale.
Gareth Bale.
Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, hefur skorað á Gareth Bale, stjörnu liðsins, til þess að skrifa undir nýjan samning við félagið og binda þar með enda á sögusagnir um framtíð hans.

Hinn 23 ára gamli Bale er samningsbundinn Spurs til ársins 2016 en Spurs er til í að bjóða honum nýjan og betri samning.

"Það væri gott fyrir hann að skrifa undir nýjan samning. Hann á það skilið að fá nýjan samning eftir þetta tímabil," sagði Villas-Boas.

Bale hefur verið þráfaldlega orðaður við spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid í allan vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×