Enski boltinn

Kempur kvöddu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Michael Owen spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í dag.
Michael Owen spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í dag. Nordicphotos/Getty

Enska úrvalsdeildin mun sakna ýmissa kunnulegra andlita á næstu leiktíð. Auk Sir Alex Ferguson, Jamie Carragher og Paul Scholes kvöddu þrír aðrir góðkunningjar knattspyrnuvöllinn.

Michael Owen kom inn á sem varamaður hjá Stoke í 1-1 jafntefli gegn Southampton og Steven Harper stóð vaktina í marki Newcastle í 0-1 tapinu gegn Arsenal.

Síðast en ekki síst má nefna dómarann Mark Halsey sem stóð vaktina í leik Manchester City og Norwich.


Tengdar fréttir

Norwich skellti City og Nolan með þrennu

Kanarífuglarnir frá Norwich gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-2 sigur á andlausu liði Manchester City á útivelli í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Lukaku spillti kveðjustund Sir Alex

Romelu Lukaku kom inn á sem varamaður og skoraði þrennu í ótrúlegu 5-5 jafntefli West Brom og Manchester United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Markaveislan í kveðjuleik Sir Alex

Leikmenn West Brom og Manchester United buðu til veislu á The Hawthorns í West Bromwich í dag. Lokatölurnar urðu 5-5 þar sem Romelu Lukaku stal senunni.

Carragher kvaddi með sigri

Liverpool kvaddi einn sinn dáðasta son, Jamie Carragher, þegar liðið lagði QPR að velli 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Erfitt að halda aftur af tárunum

Jamie Carragher var hársbreidd frá því að skora í lokaleik sínum fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Draumamark Bale dugði ekki til | Myndband

Tottenham lagði Sunderland 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Sigurinn dugði liðinu þó ekki til sætis í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð þar sem Arsenal stóð sína vakt gegn Newcastle.

Koscielny tryggði Arsenal Meistaradeildarsætið

Arsenal lagði Newcastle að velli 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Sigurinn tryggir liðinu 4. sæti deildarinnar og sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.

Einn besti hópur sem ég hef haft

"Ég hef oft sagt þeim hve frábærir þeir séu en undanfarna tvo mánuði hafa þeir verið stórkostlegir," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, og lofaði leikmenn sína eftir 1-0 sigurinn á Newcastle í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×