Enski boltinn

Erfitt að halda aftur af tárunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Jamie Carragher var hársbreidd frá því að skora í lokaleik sínum fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Carragher spilaði sinn 737. leik fyrir félagið og stundin var tilfinningaþrungin þegar miðverðinum var skipt af velli í síðari hálfleik. Hann viðurkenndi að tárin hafi ekki verið langt undan.

„Ég grét næstum því. Dagurinn var tilfinningaþrunginn fyrir mig, fjölskyldu og vini. Það var mikilvægt að kveðja með sigri og það tókst," sagði Carragher.

Hann komst nærri því að skora þegar skot hans hafnaði í stönginni.

„Ég skoraði í fyrsta leik mínum fyrir Liverpool og það hefði verið gaman ef boltinn hefði hafnað í netinu. Ég virðist loks hafa náð valdi á skottækninni í lokaleiknum. Það er aðeins of seint," grínaðist Englendingurinn.

Sigurmark Liverpool í leiknum má sjá í innslaginu hér að ofan.


Tengdar fréttir

Markaveislan í kveðjuleik Sir Alex

Leikmenn West Brom og Manchester United buðu til veislu á The Hawthorns í West Bromwich í dag. Lokatölurnar urðu 5-5 þar sem Romelu Lukaku stal senunni.

Carragher kvaddi með sigri

Liverpool kvaddi einn sinn dáðasta son, Jamie Carragher, þegar liðið lagði QPR að velli 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Draumamark Bale dugði ekki til | Myndband

Tottenham lagði Sunderland 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Sigurinn dugði liðinu þó ekki til sætis í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð þar sem Arsenal stóð sína vakt gegn Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×