Enski boltinn

Einn besti hópur sem ég hef haft

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Liðsmenn Arsenal fagna í leikslok.
Liðsmenn Arsenal fagna í leikslok. Nordicphotos/Getty

„Ég hef oft sagt þeim hve frábærir þeir séu en undanfarna tvo mánuði hafa þeir verið stórkostlegir," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, og lofaði leikmenn sína eftir 1-0 sigurinn á Newcastle í dag.

Arsenal verður fyrir vikið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

„Við náðum 73 stigum sem er þremur betur en á síðustu leiktíð. Ég hef verið með marga leikmannahópa í lífi mínu og einbeitingin og þráin að standa sig vel hjá þessum hópi var einstök. Þetta er einn besti hópur sem ég hef haft hvað það varðar," segir Wenger.

Hann stefnir á að styrkja lið sitt í sumar en sparði yfirlýsingarnar.

„Við viljum bæta við leikmönnum en fyrst og fremst verðum við að hlúa að þeim kjarna og anda sem er fyrir hendi. Gleymum því ekki að mörg lið ætla sér að verja miklum fjárhæðum í sumar. Kannski eru ekki nógu margir hæfileikaríkir knattspyrnumenn til staðar sem gæti gert félögum, óháð fjármagni sem þau hafa, kleyft að styrkja sig."


Tengdar fréttir

Koscielny tryggði Arsenal Meistaradeildarsætið

Arsenal lagði Newcastle að velli 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Sigurinn tryggir liðinu 4. sæti deildarinnar og sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×