Fótbolti

Zlatan vill fá Rooney til Parísar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Zlatan Ibrahimovic hefur mikinn áhuga á því að fá Wayne Rooney til liðs við sig hjá frönsku meistaraefnunum í PSG.

Rooney var fyrr í vetur sagður á útleið hjá Manchester United eftir að hann var settur á bekkinn fyrir leik gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu.

„Við erum ekki ánægðir með að vera bara á toppnum í Frakklandi. Við viljum vera besta liðið í Evrópu líka," sagði Zlatan í samtali við Sky Sports.

„Ég skil vel að eigendur PSG hafi áhuga á Rooney enda meðal tíu besta framherja Evrópu. Ef hann vill ganga til liðs við mest spennandi verkefni í knattspyrnuheiminum í dag kemur aðeins eitt félag til greina."

United hefur staðfastlega neitað því að Rooney sé á leið frá félaginu, enda ekki til sölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×