Fótbolti

Barton kallaður fyrir siðanefnd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham ræðir við Barton í leik PSG og Marseille fyrr á þessu ári.
David Beckham ræðir við Barton í leik PSG og Marseille fyrr á þessu ári. Nordic Photos / Getty Images
Það kemur kannski fáum á óvart en Joey Barton hefur verið kallaður fyrir siðanefnd franska knattspyrnusambandsins.

Barton hefur aldrei verið feiminn við að láta skoðun sína í ljós og hefur aðallega notað samskiptasíðuna Twitter til þess á undanförnum misserum.

Nú síðast kallaði hann Thiago Silva, leikmann PSG, feitan stelpustrák en þau ummæli reittu forráðamenn PSG til mikillar reiði.

Barton, sem leikur með Marseille í frönsku úrvalsdeildinni, þarf að svara fyrir þetta á fundi siðanefndarinnar þann 15. apríl næstkomandi.

Ummæli Barton voru tekin til umfjöllunar á forsíðu L'Equipe undir fyrirsögninni: „Er þetta breskur húmor?"

Marseille og Barton sjálfur hafa nú beðist afsökunar á ummælum Barton í sameiginlegri yfirlýsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×