Fótbolti

Sænskur sigur í Vaxjö

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lotta Schelin skoraði bæði mörk Svía í dag.
Lotta Schelin skoraði bæði mörk Svía í dag. Nordic Photos / Getty Images
Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 2-0, í vináttulandsleik sem fór fram í Vaxjö í dag.

Lotta Schelin skoraði bæði mörk Svía í leiknum. Hún kom heimamönnum yfir á 54. mínútu og bætti svo síðara markinu við í uppbótartíma.

Þess má geta að Svíar unnu 6-1 sigur á Íslandi þegar liðin mættust á Algarve-mótinu fyrr á þessu ári.

Svíar stilltu upp sínu sterkasta liði í dag en liðin eru að undirbúa sig fyrir EM sem fer fram þar í landi í sumar.

Ísland varðist vel í leiknum en gekk illa að skapa sér færi. Markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir var valin besti leikmaður íslenska liðsins í leikslok.

Nokkuð er um meiðsli í íslenska liðinu en þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir eru báðar frá. Katrín Gylfadóttir kom inn á sem varamaður í dag og spilaði sinn fyrsta landsleik.

Íslenska U-19 liðið tapaði fyrir Finnlandi í dag, 1-0. Leikið var í undankeppni EM 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×