Fótbolti

Brann lagði Noregsmeistarana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir í leik með íslenska landsliðinu.
Birkir í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/AP
Birkir Már Sævarsson átti góðan leik þegar að Brann lagði Noregsmeistara Molde, 1-0, í dag. Ole Gunnar Solskjær er þjálfari Molde.

Birkir Már spilaði allan leikinn í vörn Brann og þótti standa sig vel. Brann er nú með sex stig og er í þriðja sæti deildarinnar.

Molde hefur hins vegar tapað öllum þremur leikjum sínum í upphafi leiktíðarinnar.

Fyrr í dag tapaði SönderjyskE fyrir Midtjylland, 2-0, í dönsku úrvalsdeildinni. Hallgrímur Jónasson spilaði allan leikinn fyrir fyrrnefnda liðið og Eyjólfur Héðinsson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik.

SönderjyskE er í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 24 stig. Þrjú neðstu liðin eru reyndar öll jöfn að stigum eins og staðan er að lokinni 25 umferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×