Innlent

MR vann Gettu Betur

Menntaskólinn í Reykjavík sigraði í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu Betur, í 18. skipti í kvöld eftir hörkuviðureign gegn liði Menntaskólans við Hamrahlíð.

MR-ingar höfðu yfir að loknum hraðaspurningum og létu forystuna aldrei af hendi þó aldrei hafi hún verið afgerandi. Lokatölurnar urðu 32-27 MR í vil sem hampaði hljóðnemanum margfræga.

MH keppti í úrslitum í fimmta skipti en liðinu hefur enn ekki tekist að landa verðlaunagripnum eftirsótta.

Lið MR var skipað þeim Grétari Guðmundi Sæmundssyni, Þosteini Gunnari Jónssyni og Grétari Þór Sigurðssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×