Innlent

Hvað á að gera við Hlemm?

HönnunarHlemmur er að verða að veruleika.
HönnunarHlemmur er að verða að veruleika. Mynd/Reykjavíkurborg
Hlemmur hefur verið miðstöð almenningssamgangna í miðborginni í áratugi en hvað gerist nú þegar sú starfssemi flytur annað? Hlemmur heldur áfram að vera til - en hvers konar Hlemmur verður það?

Reykjavíkurborg keypti sem kunnugt er Umferðarmistöðina á 445 milljónir króna síðastliðið haust. Fyrirhugað er að skiptistöðvar Strætó færist þangað innan tíðar.

Í tilefni Hönnunarmars heldur Reykjavíkurborg upp á HönnunarHlemm. Þar gefst borgarbúum tækifæri til þess að koma á framfæri sínum tillögum um hvernig haga eigi málum á Hlemma í framtíðinni.

Jón Gnarr, borgarstjórinn í Reykjavík, opnar sýninguna í kvöld klukkan 20 en hún stendur fram á sunnudag. Þar verða kynnt ýmis verkefni umhverfis- og skipulagssviðs sem áhrif hafa haft á borgarmyndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×