Hlægilega lágar bætur Erla Hlynsdóttir skrifar 21. janúar 2013 20:27 Læknafélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða Páli Sverrissyni miskabætur vegna birtingar á viðkvæmum persónuupplýsungum um hann í Læknablaðinu. Páli finnst bæturnar, þrju hundruð þúsund krónur, skammarlega lágar. Þetta byrjaði allt með því að Páll leitaði til Heilbrigðisstofnunar Austurlands árið 2011 eftir að hafa slasast á hendi. Það var mögrum mánuðum síðar sem hann komst að því að læknisheimsóknin hans hafði blandast inn í deilur tveggja lækna, deilu sem síðar var tekin fyrir af siðanefnd Læknafélagsins. Fyrir mistök birtist kafli úr sjúkdómsgreiningu Páls í úrskurði siðanefndar, í Læknablaðinu. „Það var í raun og veru læknir sem gat gefið út vottorð um að ég væri vitlaus - hann gerði það, þeir tóku mark á því og gáfu það út opinberlega," segir Páll. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskrám Páls - burt séð frá því hvort hann hafi verið nafngreindur eða ekki. Hann stefndi bæði Læknafélaginu og ritstjóra Læknablaðsins, og dæmdi Héraðsdómur Reykjaness í málinu fyrir helgi.Þetta eru 300 þúsund krónur sem þú færð í bætur, hvað finnst þér um þessa upphæð? „Hlægileg. Hún nær ekki vikulaunum lækna. Ef að sjúkraskrár eiga að vera opnar og þetta eigi að skapa fordæmi um það, hvað yrði gert ef svona lagað gerist, ég held að enginn vilji það," segir Páll. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, segir í samtali við fréttastofu að dómurinn komi ekki á óvart. Læknafélagið hafi þegar viðurkennt að um mistök hafi verið að ræða og beðið Pál afsökunar. Hinsvegar hafi félagið hafa haft efasemdir um greiðslu miskabóta. Dómurinn hefur enn ekki verið ræddur í stjórn Læknafélagsins. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Læknafélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða Páli Sverrissyni miskabætur vegna birtingar á viðkvæmum persónuupplýsungum um hann í Læknablaðinu. Páli finnst bæturnar, þrju hundruð þúsund krónur, skammarlega lágar. Þetta byrjaði allt með því að Páll leitaði til Heilbrigðisstofnunar Austurlands árið 2011 eftir að hafa slasast á hendi. Það var mögrum mánuðum síðar sem hann komst að því að læknisheimsóknin hans hafði blandast inn í deilur tveggja lækna, deilu sem síðar var tekin fyrir af siðanefnd Læknafélagsins. Fyrir mistök birtist kafli úr sjúkdómsgreiningu Páls í úrskurði siðanefndar, í Læknablaðinu. „Það var í raun og veru læknir sem gat gefið út vottorð um að ég væri vitlaus - hann gerði það, þeir tóku mark á því og gáfu það út opinberlega," segir Páll. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskrám Páls - burt séð frá því hvort hann hafi verið nafngreindur eða ekki. Hann stefndi bæði Læknafélaginu og ritstjóra Læknablaðsins, og dæmdi Héraðsdómur Reykjaness í málinu fyrir helgi.Þetta eru 300 þúsund krónur sem þú færð í bætur, hvað finnst þér um þessa upphæð? „Hlægileg. Hún nær ekki vikulaunum lækna. Ef að sjúkraskrár eiga að vera opnar og þetta eigi að skapa fordæmi um það, hvað yrði gert ef svona lagað gerist, ég held að enginn vilji það," segir Páll. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, segir í samtali við fréttastofu að dómurinn komi ekki á óvart. Læknafélagið hafi þegar viðurkennt að um mistök hafi verið að ræða og beðið Pál afsökunar. Hinsvegar hafi félagið hafa haft efasemdir um greiðslu miskabóta. Dómurinn hefur enn ekki verið ræddur í stjórn Læknafélagsins.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira