Steingrímur varði olíuleit Íslendinga í Tromsö Kristján Már Unnarsson skrifar 26. janúar 2013 19:07 Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. „Það fer fram olíuleit alls staðar í kringum okkur; við Færeyjar, þeir eru að byrja við austurströnd Grænlands og Norðmenn eru að skoða Jan Mayen-svæðið fyrir norðan okkur," sagði Steingrímur í samtali við erlenda fréttamenn í Tromsö, sem heyra má í frétt Stöðvar 2. Þegar við spurðum sjávarútvegsráðherra Noregs, Lisbeth Berg-Hansen, hvort hún hefði áhyggjur af olíuleit við Jan Mayen vitnaði hún til reynslu Norðmanna af sambúð olíuiðnaðar og fiskveiða. „Við höfum unnið olíu við Noreg í mörg ár og í heildina hefur sambúð olíuvinnslu og sjávarútvegs gengið vel," sagði Lisbeth Berg-Hansen í viðtali við Stöð 2, en hún er jafnframt ráðherra yfir ströndum Noregs. Hún tók skýrt fram að norska ríkisstjórnin myndi aldrei hætta fiskimiðum fyrir fleiri olíudropa. „Það er alþekkt að olíuiðnaðurinn hefur lagt mikið af mörkum til velmegunar í Noregi og þannig verður það áfram." Því væri lykilatriði góð upplýsingaöflun með umhverfismati. „Á því þarf að byggja góðar áætlanir um hvernig þessar tvær atvinnugreinar geta farið saman. Það er nokkuð sem norsk stjórnvöld leggja mikla áherslu á," sagði norski ráðherrann. Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. „Það fer fram olíuleit alls staðar í kringum okkur; við Færeyjar, þeir eru að byrja við austurströnd Grænlands og Norðmenn eru að skoða Jan Mayen-svæðið fyrir norðan okkur," sagði Steingrímur í samtali við erlenda fréttamenn í Tromsö, sem heyra má í frétt Stöðvar 2. Þegar við spurðum sjávarútvegsráðherra Noregs, Lisbeth Berg-Hansen, hvort hún hefði áhyggjur af olíuleit við Jan Mayen vitnaði hún til reynslu Norðmanna af sambúð olíuiðnaðar og fiskveiða. „Við höfum unnið olíu við Noreg í mörg ár og í heildina hefur sambúð olíuvinnslu og sjávarútvegs gengið vel," sagði Lisbeth Berg-Hansen í viðtali við Stöð 2, en hún er jafnframt ráðherra yfir ströndum Noregs. Hún tók skýrt fram að norska ríkisstjórnin myndi aldrei hætta fiskimiðum fyrir fleiri olíudropa. „Það er alþekkt að olíuiðnaðurinn hefur lagt mikið af mörkum til velmegunar í Noregi og þannig verður það áfram." Því væri lykilatriði góð upplýsingaöflun með umhverfismati. „Á því þarf að byggja góðar áætlanir um hvernig þessar tvær atvinnugreinar geta farið saman. Það er nokkuð sem norsk stjórnvöld leggja mikla áherslu á," sagði norski ráðherrann.
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira