Armstrong: Ferillinn minn var ein stór lygi 18. janúar 2013 09:27 Armstrong einbeittur í viðtalinu hjá Oprah. vísir/getty Það var mikið áhorf á þátt Oprah Winfrey í nótt er hjólreiðakappinn Lance Armstrong var í viðtali hjá henni og játaði ólöglega lyfjanotkun í fyrsta skipti. Armstrong sagði að ferill sinn væri ein stór lygi. Hann hefði verið á ólöglegum lyfjum í öll skiptin er hann vann Tour de France. Armstrong viðurkenndi að hafa byrjað að nota ólögleg efni í kringum 1995. Hann vildi ekki viðurkenna að skipulögð lyfjanotkun liðsins sem hann keppti með væri sú fullkomnasta frá upphafi en sagði þó að hún væri mjög slæm. Þó ekki eins slæm og hjá Austur-Þýskalandi og Sovétríkjunum á sínum tíma. Þessi fallna hetja viðurkenndi einnig að hafa lagt aðra félaga sína í einelti en hefði þó aldrei hótað að reka neinn úr liðinu ef hann vildi ekki nota ólögleg efni. Armstrong virkaði stressaður framan af viðtalinu en róaðist síðan og svaraði öllum spurningum af yfirvegun. Hann sagðist hafa litið á notkun þessara lyfja á eins sjálfsagðan hátt og að hafa loft í dekkjunum og vatn í brúsanum. Hann vildi þó ekki nafngreina aðra sem notuðu ólögleg lyf. Þó svo Armstrong hafi axlað fulla ábyrgð á lyfjanotkun sinni þá hélt hann því fram að hún hefði verið nauðsynleg svo hann gæti keppt á jafnréttisgrundvelli við aðra. Það væru allir á lyfjum. Hann átti endurkomu árið 2009 og 2010 og segist hafa keppt án allra lyfja á þeim tíma.Nokkrar lykilsetningar frá Armstrong í viðtalinu: - "Af hverju núna? Það er eðlileg spurning. Ég á ekki frábært svar. Ég er að stíga allt of seint fram." - "Ég lít á ferilinn minn sem eina stóra lygi. Ég veit hver sannleikurinn er og hann er ekki í takti við það sem ég hélt áður fram." - "Þessi saga var fullkomin svo lengi. Maður kemst yfir veikleikann og vinnur Tour de France sjö sinnum. Mín saga var goðsagnakennd og fullkomin. Hún var ekki sönn." - "Það er ekki satt að ég hafi notað lyf árið 2009. Ég notaði síðast ólögleg efni árið 2005." - "Ég á þetta skilið. Ég lít ekki í kringum mig og segi Oprah, það er verið að fara virkilega illa með mig hérna. Mér fannst það vera þannig áður. Það er aftur á móti liðin tíð." - "Skilgreiningin á svindli er að gera eitthvað til að ná forskoti á andstæðinginn. Ég leit ekki þannig á mína lyfjanotkun. Hún var til þess að geta keppt á jafnréttisgrundvelli." - "Ég fann ekki upp þennan lyfjakúltúr í hjólreiðum en ég gerði ekkert til þess að stöðva hann heldur. Þar liggja mín mistök." - "Ég sé eftir því að hafa komið aftur í íþróttina. Ég sæti ekki hér ef ég hefði sleppt því." Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Það var mikið áhorf á þátt Oprah Winfrey í nótt er hjólreiðakappinn Lance Armstrong var í viðtali hjá henni og játaði ólöglega lyfjanotkun í fyrsta skipti. Armstrong sagði að ferill sinn væri ein stór lygi. Hann hefði verið á ólöglegum lyfjum í öll skiptin er hann vann Tour de France. Armstrong viðurkenndi að hafa byrjað að nota ólögleg efni í kringum 1995. Hann vildi ekki viðurkenna að skipulögð lyfjanotkun liðsins sem hann keppti með væri sú fullkomnasta frá upphafi en sagði þó að hún væri mjög slæm. Þó ekki eins slæm og hjá Austur-Þýskalandi og Sovétríkjunum á sínum tíma. Þessi fallna hetja viðurkenndi einnig að hafa lagt aðra félaga sína í einelti en hefði þó aldrei hótað að reka neinn úr liðinu ef hann vildi ekki nota ólögleg efni. Armstrong virkaði stressaður framan af viðtalinu en róaðist síðan og svaraði öllum spurningum af yfirvegun. Hann sagðist hafa litið á notkun þessara lyfja á eins sjálfsagðan hátt og að hafa loft í dekkjunum og vatn í brúsanum. Hann vildi þó ekki nafngreina aðra sem notuðu ólögleg lyf. Þó svo Armstrong hafi axlað fulla ábyrgð á lyfjanotkun sinni þá hélt hann því fram að hún hefði verið nauðsynleg svo hann gæti keppt á jafnréttisgrundvelli við aðra. Það væru allir á lyfjum. Hann átti endurkomu árið 2009 og 2010 og segist hafa keppt án allra lyfja á þeim tíma.Nokkrar lykilsetningar frá Armstrong í viðtalinu: - "Af hverju núna? Það er eðlileg spurning. Ég á ekki frábært svar. Ég er að stíga allt of seint fram." - "Ég lít á ferilinn minn sem eina stóra lygi. Ég veit hver sannleikurinn er og hann er ekki í takti við það sem ég hélt áður fram." - "Þessi saga var fullkomin svo lengi. Maður kemst yfir veikleikann og vinnur Tour de France sjö sinnum. Mín saga var goðsagnakennd og fullkomin. Hún var ekki sönn." - "Það er ekki satt að ég hafi notað lyf árið 2009. Ég notaði síðast ólögleg efni árið 2005." - "Ég á þetta skilið. Ég lít ekki í kringum mig og segi Oprah, það er verið að fara virkilega illa með mig hérna. Mér fannst það vera þannig áður. Það er aftur á móti liðin tíð." - "Skilgreiningin á svindli er að gera eitthvað til að ná forskoti á andstæðinginn. Ég leit ekki þannig á mína lyfjanotkun. Hún var til þess að geta keppt á jafnréttisgrundvelli." - "Ég fann ekki upp þennan lyfjakúltúr í hjólreiðum en ég gerði ekkert til þess að stöðva hann heldur. Þar liggja mín mistök." - "Ég sé eftir því að hafa komið aftur í íþróttina. Ég sæti ekki hér ef ég hefði sleppt því."
Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira