Hannar flíkur í samstarfi við landslagsljósmyndara Ása Ottesen skrifar 30. ágúst 2013 11:00 „Mig hefur lengi dreymt um að reka mitt eigið fyrirtæki. Þegar ég var í fæðingarorlofi fór ég alvarlega að hugsa um að kominn væri tími til að breyta til og gera eitthvað nýtt. Ég vann sem viðskiptafræðingur og var búin að starfa á sama vinnustaðnum í sex ár þegar ég ákvað að feta nýjar slóðir og láta drauminn rætast,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, sem hannar flíkur í samstarfi við landslagsljósmyndarann Sigurð Hrafn Stefnisson undir merkinu Dimmblá. „Ég skráði mig á námskeið hjá Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur, sem heitir Konur til Athafna sem var alveg frábært. Eftir það var ég handviss um að ég væri á réttri braut og hófst þá undirbúningsvinnan fyrir alvöru,“ segir hún. Heiðrún hefur alltaf haft mikinn áhuga á tísku og langaði mikið til þess að prófa sig áfram á því sviði. Aðspurð segir hún norðurljósin alltaf hafa heillað sig og að hana hafi langað til þess að hanna flíkur með þau í huga. „Landslagsljósmyndarinn Sigurður Hrafn Stefnisson hefur náð ótrúlega flottum myndum af norðurljósunum og var til í að láta mig fá myndir sem ég lét síðan prenta á fötin.“ Flíkurnar sem Heiðrún hannar eru umhverfisvænar og unnar úr svokallaðri trjákvoðu. Náttúran er Heiðrúnu hugleikin og mun ágóði af sölu fatalínunnar renna til Landverndar. Aðspurð segir hún að fatalínan sé væntanleg í verslanir á næstu vikum. „Ég er að skipuleggja vægast sagt spennandi viðburð þar sem ég ætla að kynna fyrstu fatalínuna. Það kemur í ljós bráðlega hvar og hvenær hann verður, þetta verður eitthvað alveg einstakt,“ segir Heiðrún að lokum. Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
„Mig hefur lengi dreymt um að reka mitt eigið fyrirtæki. Þegar ég var í fæðingarorlofi fór ég alvarlega að hugsa um að kominn væri tími til að breyta til og gera eitthvað nýtt. Ég vann sem viðskiptafræðingur og var búin að starfa á sama vinnustaðnum í sex ár þegar ég ákvað að feta nýjar slóðir og láta drauminn rætast,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, sem hannar flíkur í samstarfi við landslagsljósmyndarann Sigurð Hrafn Stefnisson undir merkinu Dimmblá. „Ég skráði mig á námskeið hjá Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur, sem heitir Konur til Athafna sem var alveg frábært. Eftir það var ég handviss um að ég væri á réttri braut og hófst þá undirbúningsvinnan fyrir alvöru,“ segir hún. Heiðrún hefur alltaf haft mikinn áhuga á tísku og langaði mikið til þess að prófa sig áfram á því sviði. Aðspurð segir hún norðurljósin alltaf hafa heillað sig og að hana hafi langað til þess að hanna flíkur með þau í huga. „Landslagsljósmyndarinn Sigurður Hrafn Stefnisson hefur náð ótrúlega flottum myndum af norðurljósunum og var til í að láta mig fá myndir sem ég lét síðan prenta á fötin.“ Flíkurnar sem Heiðrún hannar eru umhverfisvænar og unnar úr svokallaðri trjákvoðu. Náttúran er Heiðrúnu hugleikin og mun ágóði af sölu fatalínunnar renna til Landverndar. Aðspurð segir hún að fatalínan sé væntanleg í verslanir á næstu vikum. „Ég er að skipuleggja vægast sagt spennandi viðburð þar sem ég ætla að kynna fyrstu fatalínuna. Það kemur í ljós bráðlega hvar og hvenær hann verður, þetta verður eitthvað alveg einstakt,“ segir Heiðrún að lokum.
Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira