Hannar flíkur í samstarfi við landslagsljósmyndara Ása Ottesen skrifar 30. ágúst 2013 11:00 „Mig hefur lengi dreymt um að reka mitt eigið fyrirtæki. Þegar ég var í fæðingarorlofi fór ég alvarlega að hugsa um að kominn væri tími til að breyta til og gera eitthvað nýtt. Ég vann sem viðskiptafræðingur og var búin að starfa á sama vinnustaðnum í sex ár þegar ég ákvað að feta nýjar slóðir og láta drauminn rætast,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, sem hannar flíkur í samstarfi við landslagsljósmyndarann Sigurð Hrafn Stefnisson undir merkinu Dimmblá. „Ég skráði mig á námskeið hjá Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur, sem heitir Konur til Athafna sem var alveg frábært. Eftir það var ég handviss um að ég væri á réttri braut og hófst þá undirbúningsvinnan fyrir alvöru,“ segir hún. Heiðrún hefur alltaf haft mikinn áhuga á tísku og langaði mikið til þess að prófa sig áfram á því sviði. Aðspurð segir hún norðurljósin alltaf hafa heillað sig og að hana hafi langað til þess að hanna flíkur með þau í huga. „Landslagsljósmyndarinn Sigurður Hrafn Stefnisson hefur náð ótrúlega flottum myndum af norðurljósunum og var til í að láta mig fá myndir sem ég lét síðan prenta á fötin.“ Flíkurnar sem Heiðrún hannar eru umhverfisvænar og unnar úr svokallaðri trjákvoðu. Náttúran er Heiðrúnu hugleikin og mun ágóði af sölu fatalínunnar renna til Landverndar. Aðspurð segir hún að fatalínan sé væntanleg í verslanir á næstu vikum. „Ég er að skipuleggja vægast sagt spennandi viðburð þar sem ég ætla að kynna fyrstu fatalínuna. Það kemur í ljós bráðlega hvar og hvenær hann verður, þetta verður eitthvað alveg einstakt,“ segir Heiðrún að lokum. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Fleiri fréttir Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sjá meira
„Mig hefur lengi dreymt um að reka mitt eigið fyrirtæki. Þegar ég var í fæðingarorlofi fór ég alvarlega að hugsa um að kominn væri tími til að breyta til og gera eitthvað nýtt. Ég vann sem viðskiptafræðingur og var búin að starfa á sama vinnustaðnum í sex ár þegar ég ákvað að feta nýjar slóðir og láta drauminn rætast,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, sem hannar flíkur í samstarfi við landslagsljósmyndarann Sigurð Hrafn Stefnisson undir merkinu Dimmblá. „Ég skráði mig á námskeið hjá Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur, sem heitir Konur til Athafna sem var alveg frábært. Eftir það var ég handviss um að ég væri á réttri braut og hófst þá undirbúningsvinnan fyrir alvöru,“ segir hún. Heiðrún hefur alltaf haft mikinn áhuga á tísku og langaði mikið til þess að prófa sig áfram á því sviði. Aðspurð segir hún norðurljósin alltaf hafa heillað sig og að hana hafi langað til þess að hanna flíkur með þau í huga. „Landslagsljósmyndarinn Sigurður Hrafn Stefnisson hefur náð ótrúlega flottum myndum af norðurljósunum og var til í að láta mig fá myndir sem ég lét síðan prenta á fötin.“ Flíkurnar sem Heiðrún hannar eru umhverfisvænar og unnar úr svokallaðri trjákvoðu. Náttúran er Heiðrúnu hugleikin og mun ágóði af sölu fatalínunnar renna til Landverndar. Aðspurð segir hún að fatalínan sé væntanleg í verslanir á næstu vikum. „Ég er að skipuleggja vægast sagt spennandi viðburð þar sem ég ætla að kynna fyrstu fatalínuna. Það kemur í ljós bráðlega hvar og hvenær hann verður, þetta verður eitthvað alveg einstakt,“ segir Heiðrún að lokum.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Fleiri fréttir Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sjá meira