Sjóðandi heitt vatn setur menn og dýr í stórhættu 8. apríl 2013 07:00 Hluti af hitaveitulögnum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í Skorradal er úr sér genginn og skapar stórhættu fyrir menn og dýr. Ein lögnin fór sundur í gær með þeim afleiðingum að þúsundir lítra af 90 gráðu heitu vatni láku út og mynduðu stóra tjörn. Sumarbústaðaeigendur á svæðinu, sem blaðið ræddi við, eru afar óánægðir og telja OR draga lappirnar í málinu. Að sögn Péturs Davíðssonar, sem situr í hreppsnefnd Skorradals, fer lögnin í sundur einu sinni til tvisvar í mánuði. Þegar veitunni var komið á fót, árið 1996, var hún lögð í plaströr. Orkuveitan hóf endurnýjun á rörunum árið 2007 en hefur aðeins náð að skipta út rúmum helmingi þeirra. Hitaveitulagnir OR sem liggja úr Deildatunguhver í Reykholtsdal yfir í Borgarnes eru einnig löngu komnar á tíma. Þær voru lagðar fyrir 33 árum og áttu þá að duga í tuttugu ár. „Ég er búinn að þrýsta á Orkuveituna sem hefur brugðist við og endurnýjað hluta lagnarinnar en ég tel að það sé enn mikil hætta fyrir hendi,“ segir Sigurður Jakobsson, bóndi á Varmalæk. Gamla lögnin var að mestu leyti yfirbyggð en á 300-400 metra kafla er hún enn niðurgrafin. Að sögn Sigurðar stafar mikil hætta á þeim hluta enda er hann aðeins um fimmtíu metra frá bæjardyrunum. Lögnin hefur farið fjórum sinnum í sundur á síðustu tveimur árum. Í eitt skiptið lenti hross, sem Sigurður var að geyma fyrir mág sinn, ofan í sjóðheitu dýi sem hafði myndast og drapst. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir hættu vissulega skapast þegar hitaveituæðar gefi sig. Unnið sé að endurnýjun á báðum þessum lögnum, um 20 milljónir króna fari í lagnirnar í Skorradal á næstu tveimur árum og um 80 milljónir í Deildartungu á þessu ári. „Það verður að segjast eins og er að fjárhagserfiðleikar hafa hægt á þessari nauðsynlegu endurnýjun.“ segir Eiríkur. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Hluti af hitaveitulögnum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í Skorradal er úr sér genginn og skapar stórhættu fyrir menn og dýr. Ein lögnin fór sundur í gær með þeim afleiðingum að þúsundir lítra af 90 gráðu heitu vatni láku út og mynduðu stóra tjörn. Sumarbústaðaeigendur á svæðinu, sem blaðið ræddi við, eru afar óánægðir og telja OR draga lappirnar í málinu. Að sögn Péturs Davíðssonar, sem situr í hreppsnefnd Skorradals, fer lögnin í sundur einu sinni til tvisvar í mánuði. Þegar veitunni var komið á fót, árið 1996, var hún lögð í plaströr. Orkuveitan hóf endurnýjun á rörunum árið 2007 en hefur aðeins náð að skipta út rúmum helmingi þeirra. Hitaveitulagnir OR sem liggja úr Deildatunguhver í Reykholtsdal yfir í Borgarnes eru einnig löngu komnar á tíma. Þær voru lagðar fyrir 33 árum og áttu þá að duga í tuttugu ár. „Ég er búinn að þrýsta á Orkuveituna sem hefur brugðist við og endurnýjað hluta lagnarinnar en ég tel að það sé enn mikil hætta fyrir hendi,“ segir Sigurður Jakobsson, bóndi á Varmalæk. Gamla lögnin var að mestu leyti yfirbyggð en á 300-400 metra kafla er hún enn niðurgrafin. Að sögn Sigurðar stafar mikil hætta á þeim hluta enda er hann aðeins um fimmtíu metra frá bæjardyrunum. Lögnin hefur farið fjórum sinnum í sundur á síðustu tveimur árum. Í eitt skiptið lenti hross, sem Sigurður var að geyma fyrir mág sinn, ofan í sjóðheitu dýi sem hafði myndast og drapst. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir hættu vissulega skapast þegar hitaveituæðar gefi sig. Unnið sé að endurnýjun á báðum þessum lögnum, um 20 milljónir króna fari í lagnirnar í Skorradal á næstu tveimur árum og um 80 milljónir í Deildartungu á þessu ári. „Það verður að segjast eins og er að fjárhagserfiðleikar hafa hægt á þessari nauðsynlegu endurnýjun.“ segir Eiríkur.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira