Fótbolti

Nettavisen jarðar norska knattspyrnu

Svona fjallar Nettavisen um norska knattspyrnu í dag.
Svona fjallar Nettavisen um norska knattspyrnu í dag.
Norðmenn eru vægt til orða tekið svekktir með framgöngu síns liðs í undankeppni HM en Noregur varð að sætta sig við fjórða sætið í riðli Íslands.

"Noregur endaði í fjórða sæti í auðveldasta riðlinum. Tíu leikir og við stöndum uppi með tvo sigra. Þeir komu gegn Kýpur og Slóveníu. Við fengum eitt stig af sex mögulegum gegn Íslandi sem og gegn Albaníu og Sviss," segir í umfjöllun Nettavisen.

Blaðið hreinlega jarðar norska knattspyrnu og birtir táknræna mynd með umfjöllun sinni. Benda á að norsk knattspyrna hafi hafist með Egil Olsen árið 1990 en hafi lokið með honum 2013.

Norðmenn eru á leið í mikla naflaskoðun enda er lið þeirra á stöðugri niðurleið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×