Hagaskóli slær í gegn Ellý Ármanns skrifar 17. mars 2013 09:45 Myndir/Heiðdís Einarsdóttir Meðfylgjandi myndir tók Heiðdís Einarsdóttir baksviðs hjá nemendum Hagaskóla sem hafa slegið í gegn með söngleikinn Konungur ljónanna í leikstjórn Sigríðar Birnu Valsdóttur leiklistarkennara við skólann en tónlistarstjóri er Björn Thorarensen. Uppselt hefur verið á allar sýningarnar og aukasýningarnar að sama skapi."Við byrjuðum að vinna að þessu verkefni snemma í haust og æfingar hófust í október. Það taka yfir 100 krakkar í 8.-10. bekk þátt í sýningunni á einn eða annan hátt, en 71 taka beinan þátt í sýningunni eða 50 leikarar sem dansa, syngja og leika og svo eru 21 nemandi í hljómsveitinni. Yfir 30 nemendur hafa svo tekið þátt í leikmynd, búningum, ljósum, hljóði, förðun, hári, hönnun á leikskrá og veggspjaldi og ýmsu fleiru," segir Sigríður.En búningarnir í sýningunni - þeir eru vægast sagt glæsilegir? "Allir búningar sýningarinnar, yfir 100 búningar eru saumaðir eða föndraðir af nemendum undir leiðsögn Gunnhildar Ólafsdóttur myndlistarkennara við skólann, auk þess sem foreldrar voru duglegir að koma og aðstoða," Sigríður."Handritið var unnið úr kvikmyndinni og Broadway söngleiknum og við notum nær öll lögin úr Broadway söngleiknum, ég held við sleppum tveimur – þremur lögum. Árni Friðriksson kennari við skólann þýddi handritið og söngtextana, nema þá texta sem eru í kvikmyndinni, við notum þýðingu Ólafs Hauks á þeim," segir Sigríður.Þetta er áttundi söngleikurinn sem Sigríður Birna setur upp með nemendum skólans frá því árið 2004.Heimasíða Hagaskóla.Myndir/Heiðdís EinarsdóttirÍ sýningunni eru 11 stór dansatriði og það eru nemendur úr leikarahópnum sem hafa samið dansana.Mikið af lögum í sýningunni er á afríska tungumálinu Zulu og því þurftu krakkarnir að læra að syngja lög sem voru þeim mjög framandi.Björn Thorarensen og hljómsveitin eru hér að bíða eftir að ganga inn í sýningarsalinn rétt áður en sýningin hefst. Menning Skroll-Lífið Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Meðfylgjandi myndir tók Heiðdís Einarsdóttir baksviðs hjá nemendum Hagaskóla sem hafa slegið í gegn með söngleikinn Konungur ljónanna í leikstjórn Sigríðar Birnu Valsdóttur leiklistarkennara við skólann en tónlistarstjóri er Björn Thorarensen. Uppselt hefur verið á allar sýningarnar og aukasýningarnar að sama skapi."Við byrjuðum að vinna að þessu verkefni snemma í haust og æfingar hófust í október. Það taka yfir 100 krakkar í 8.-10. bekk þátt í sýningunni á einn eða annan hátt, en 71 taka beinan þátt í sýningunni eða 50 leikarar sem dansa, syngja og leika og svo eru 21 nemandi í hljómsveitinni. Yfir 30 nemendur hafa svo tekið þátt í leikmynd, búningum, ljósum, hljóði, förðun, hári, hönnun á leikskrá og veggspjaldi og ýmsu fleiru," segir Sigríður.En búningarnir í sýningunni - þeir eru vægast sagt glæsilegir? "Allir búningar sýningarinnar, yfir 100 búningar eru saumaðir eða föndraðir af nemendum undir leiðsögn Gunnhildar Ólafsdóttur myndlistarkennara við skólann, auk þess sem foreldrar voru duglegir að koma og aðstoða," Sigríður."Handritið var unnið úr kvikmyndinni og Broadway söngleiknum og við notum nær öll lögin úr Broadway söngleiknum, ég held við sleppum tveimur – þremur lögum. Árni Friðriksson kennari við skólann þýddi handritið og söngtextana, nema þá texta sem eru í kvikmyndinni, við notum þýðingu Ólafs Hauks á þeim," segir Sigríður.Þetta er áttundi söngleikurinn sem Sigríður Birna setur upp með nemendum skólans frá því árið 2004.Heimasíða Hagaskóla.Myndir/Heiðdís EinarsdóttirÍ sýningunni eru 11 stór dansatriði og það eru nemendur úr leikarahópnum sem hafa samið dansana.Mikið af lögum í sýningunni er á afríska tungumálinu Zulu og því þurftu krakkarnir að læra að syngja lög sem voru þeim mjög framandi.Björn Thorarensen og hljómsveitin eru hér að bíða eftir að ganga inn í sýningarsalinn rétt áður en sýningin hefst.
Menning Skroll-Lífið Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira