Konur eru gerendur í átta prósentum tilvika Sunna Valgerðardóttir skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Einungis ein kona hefur verið dæmd fyrir kynferðisbrot á Íslandi. Konan fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að brjóta á annarri fullorðinni konu árið 2007. Fréttablaðið/Rósa Engin kona hefur verið dæmd fyrir kynferðisbrot gegn barni hér á landi. Niðurstöður tveggja íslenskra rannsókna sem gerðar hafa verið á þolendum kynferðisbrota benda þrátt fyrir það til að gerendur séu konur í 7,5 til 8,5 prósentum tilvika þegar þolendur eru börn. Ein kona var sakfelld fyrir kynferðisbrot árið 2007 gegn annarri konu, sem var í fyrsta sinn síðan árið 1838 sem kona er dæmd fyrir kynferðisbrot. Hrefna Ólafsdóttir félagsráðgjafi gerði viðamikla tíðnirannsókn á þolendum kynferðisbrota árin 2000 og 2001. Þar voru gerendur í langflestum tilvikum karlmenn, en konur voru um 7,5 prósent. Hrefna segir mikilvægt að slík tíðnirannsókn verði endurtekin bráðlega, þar sem umræðan hafi opnast mikið á undanförnum árum. Félagsráðgjafarnir Hildigunnur Magnúsdóttir og Katrín Erlingsdóttir gerðu rannsókn á þolendum kynferðisbrota árið 2006 út frá svörum þeirra. Af 94 gerendum í rannsókninni voru átta konur, sem gerir um 8,5 prósent. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir mikilvægt að hafa í huga að opinberar tölur og dómar sem falla endurspegli ekki endilega veruleikann og oft síður en svo. „Brot af þessu tagi, sem sæta svo mikilli þöggun, eru illa til þess fallin að gefa rétta mynd af veruleikanum,“ segir hún. „Niðurstöðum erlendra rannsókna á kyni gerenda ber ekki saman um hversu hátt hlutfall kvenna brýtur kynferðislega gegn börnum en rannsóknir sýna í auknum mæli að hlutur kvenna sem gerenda eykst og eru þessar konur oft í hópi ungra gerenda.“ Svala stendur fyrir málþingi í Háskóla Reykjavíkur á föstudag þar sem rætt verður um gerendur í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Engin kona hefur verið dæmd fyrir kynferðisbrot gegn barni hér á landi. Niðurstöður tveggja íslenskra rannsókna sem gerðar hafa verið á þolendum kynferðisbrota benda þrátt fyrir það til að gerendur séu konur í 7,5 til 8,5 prósentum tilvika þegar þolendur eru börn. Ein kona var sakfelld fyrir kynferðisbrot árið 2007 gegn annarri konu, sem var í fyrsta sinn síðan árið 1838 sem kona er dæmd fyrir kynferðisbrot. Hrefna Ólafsdóttir félagsráðgjafi gerði viðamikla tíðnirannsókn á þolendum kynferðisbrota árin 2000 og 2001. Þar voru gerendur í langflestum tilvikum karlmenn, en konur voru um 7,5 prósent. Hrefna segir mikilvægt að slík tíðnirannsókn verði endurtekin bráðlega, þar sem umræðan hafi opnast mikið á undanförnum árum. Félagsráðgjafarnir Hildigunnur Magnúsdóttir og Katrín Erlingsdóttir gerðu rannsókn á þolendum kynferðisbrota árið 2006 út frá svörum þeirra. Af 94 gerendum í rannsókninni voru átta konur, sem gerir um 8,5 prósent. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir mikilvægt að hafa í huga að opinberar tölur og dómar sem falla endurspegli ekki endilega veruleikann og oft síður en svo. „Brot af þessu tagi, sem sæta svo mikilli þöggun, eru illa til þess fallin að gefa rétta mynd af veruleikanum,“ segir hún. „Niðurstöðum erlendra rannsókna á kyni gerenda ber ekki saman um hversu hátt hlutfall kvenna brýtur kynferðislega gegn börnum en rannsóknir sýna í auknum mæli að hlutur kvenna sem gerenda eykst og eru þessar konur oft í hópi ungra gerenda.“ Svala stendur fyrir málþingi í Háskóla Reykjavíkur á föstudag þar sem rætt verður um gerendur í kynferðisbrotamálum gegn börnum.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira