Konur eru gerendur í átta prósentum tilvika Sunna Valgerðardóttir skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Einungis ein kona hefur verið dæmd fyrir kynferðisbrot á Íslandi. Konan fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að brjóta á annarri fullorðinni konu árið 2007. Fréttablaðið/Rósa Engin kona hefur verið dæmd fyrir kynferðisbrot gegn barni hér á landi. Niðurstöður tveggja íslenskra rannsókna sem gerðar hafa verið á þolendum kynferðisbrota benda þrátt fyrir það til að gerendur séu konur í 7,5 til 8,5 prósentum tilvika þegar þolendur eru börn. Ein kona var sakfelld fyrir kynferðisbrot árið 2007 gegn annarri konu, sem var í fyrsta sinn síðan árið 1838 sem kona er dæmd fyrir kynferðisbrot. Hrefna Ólafsdóttir félagsráðgjafi gerði viðamikla tíðnirannsókn á þolendum kynferðisbrota árin 2000 og 2001. Þar voru gerendur í langflestum tilvikum karlmenn, en konur voru um 7,5 prósent. Hrefna segir mikilvægt að slík tíðnirannsókn verði endurtekin bráðlega, þar sem umræðan hafi opnast mikið á undanförnum árum. Félagsráðgjafarnir Hildigunnur Magnúsdóttir og Katrín Erlingsdóttir gerðu rannsókn á þolendum kynferðisbrota árið 2006 út frá svörum þeirra. Af 94 gerendum í rannsókninni voru átta konur, sem gerir um 8,5 prósent. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir mikilvægt að hafa í huga að opinberar tölur og dómar sem falla endurspegli ekki endilega veruleikann og oft síður en svo. „Brot af þessu tagi, sem sæta svo mikilli þöggun, eru illa til þess fallin að gefa rétta mynd af veruleikanum,“ segir hún. „Niðurstöðum erlendra rannsókna á kyni gerenda ber ekki saman um hversu hátt hlutfall kvenna brýtur kynferðislega gegn börnum en rannsóknir sýna í auknum mæli að hlutur kvenna sem gerenda eykst og eru þessar konur oft í hópi ungra gerenda.“ Svala stendur fyrir málþingi í Háskóla Reykjavíkur á föstudag þar sem rætt verður um gerendur í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Engin kona hefur verið dæmd fyrir kynferðisbrot gegn barni hér á landi. Niðurstöður tveggja íslenskra rannsókna sem gerðar hafa verið á þolendum kynferðisbrota benda þrátt fyrir það til að gerendur séu konur í 7,5 til 8,5 prósentum tilvika þegar þolendur eru börn. Ein kona var sakfelld fyrir kynferðisbrot árið 2007 gegn annarri konu, sem var í fyrsta sinn síðan árið 1838 sem kona er dæmd fyrir kynferðisbrot. Hrefna Ólafsdóttir félagsráðgjafi gerði viðamikla tíðnirannsókn á þolendum kynferðisbrota árin 2000 og 2001. Þar voru gerendur í langflestum tilvikum karlmenn, en konur voru um 7,5 prósent. Hrefna segir mikilvægt að slík tíðnirannsókn verði endurtekin bráðlega, þar sem umræðan hafi opnast mikið á undanförnum árum. Félagsráðgjafarnir Hildigunnur Magnúsdóttir og Katrín Erlingsdóttir gerðu rannsókn á þolendum kynferðisbrota árið 2006 út frá svörum þeirra. Af 94 gerendum í rannsókninni voru átta konur, sem gerir um 8,5 prósent. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir mikilvægt að hafa í huga að opinberar tölur og dómar sem falla endurspegli ekki endilega veruleikann og oft síður en svo. „Brot af þessu tagi, sem sæta svo mikilli þöggun, eru illa til þess fallin að gefa rétta mynd af veruleikanum,“ segir hún. „Niðurstöðum erlendra rannsókna á kyni gerenda ber ekki saman um hversu hátt hlutfall kvenna brýtur kynferðislega gegn börnum en rannsóknir sýna í auknum mæli að hlutur kvenna sem gerenda eykst og eru þessar konur oft í hópi ungra gerenda.“ Svala stendur fyrir málþingi í Háskóla Reykjavíkur á föstudag þar sem rætt verður um gerendur í kynferðisbrotamálum gegn börnum.
Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira