Hætti á sjónum og varð jógakennari Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. nóvember 2013 09:38 Hann segist ekki sakna þess að vera á sjó. "Ég var ótrúlega heppinn með vinnufélaga og hef ekki yfir neinu að kvarta. En sjómannslífið er erfitt. Maður tapar svo miklu á því, það er erfitt að þroskast og þróast þegar maður er alltaf fastur í sama farinu,“ segir Arnór. Fréttablaðið/Stefán Líf Arnórs Sveinssonar tók stakkaskiptum þegar hann var staddur í borginni Ríga í Lettlandi ásamt vinnufélögum sínum á frystitogaranum Venusi árið 2010. Frændi hans, sem einnig var áhafnarmeðlimur, lést í vinnuslysi. Arnór, sem hafði verið á sjó í áratug, ákvað þá að leita á önnur mið. Hann hafði alltaf haft áhuga á andlegum málefnum; hugleiðslu og jóga. Hann ákvað að helga sig áhugamálum sínum. „Ég er ótrúlega ánægður með þessa ákvörðun mína. Þarna rann upp fyrir mér hvað lífið er stutt. Mér fannst ekki hægt að gera neitt annað en það sem maður elskar,“ segir Arnór. Í leit að hugljómun setti Arnór stefnuna á Taíland. „Ég setti mig í samband við mann í gegnum netið. Hann var að byggja upp heilsusetur og ég fór út til að aðstoða hann. Þegar ég kom á staðinn fann ég að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Síðan birtist nýlátinn frændi minn mér í draumi og fleiri fjölskyldumeðlimir. Ég yfirgaf svæðið eftir ráðleggingar þeirra.“ Upphófst þá atburðarás sem er ævintýri líkust. „Ég var staddur á kaffihúsi í bænum Pai. Afgreiðsludaman gaf sig á tal við mig og eftir stutt spjall kom hún mér í samband við munk sem bjó í fjöllunum þarna skammt hjá.“ Þessi munkur reyndist Arnóri afar vel. Arnór fékk að gista í hofi sem munkurinn hafði afnot af og síðar höfðust þeir við í helli. Samband þeirra tveggja var sérstakt því munkurinn talaði enga ensku. „Við vorum farnir að skilja hvor annan með bendingum og handamáli einhvers konar. En við eyddum líka svo miklum tíma saman.“ Arnór kynntist fleiri merkilegum einstaklingum á för sinni. „Ég stundaði jóga með 45 ára gamalli konu sem einnig bjó í bænum Pai. Við ferðuðumst yfir Taíland endilangt og ég elti hana til Indlands. Við tókum upp ástarsamband. Þetta var æðisleg upplifun.“ Í bland við þessi óvæntu ævintýri Arnórs lauk hann fjölda námskeiða í Taílandi og á Indlandi. Hann var því staðráðinn í því að gerast jógakennari við heimkomuna. „Ég komst í samband við góða kennara hérna heima og lærði líka af þeim.“ Í kjölfar þessa andlega ferðalags hefur Arnór gjörbreytt lífsstíl sínum. „Ég byrjaði á því að losa mig við sófann minn og setti upp tvö hengirúm í stofuna. Ég er líka búinn að taka mataræðið í gegn, horfi mjög lítið á sjónvarpið og eyði nokkrum tímum á dag í líkamlega og andlega uppbyggingu. Ég starfa á frístundaheimili og fæ að láta gott af mér leiða þar. Jógakennslan er að komast á fullt og það er allt að ganga upp,“ segir Arnór. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Líf Arnórs Sveinssonar tók stakkaskiptum þegar hann var staddur í borginni Ríga í Lettlandi ásamt vinnufélögum sínum á frystitogaranum Venusi árið 2010. Frændi hans, sem einnig var áhafnarmeðlimur, lést í vinnuslysi. Arnór, sem hafði verið á sjó í áratug, ákvað þá að leita á önnur mið. Hann hafði alltaf haft áhuga á andlegum málefnum; hugleiðslu og jóga. Hann ákvað að helga sig áhugamálum sínum. „Ég er ótrúlega ánægður með þessa ákvörðun mína. Þarna rann upp fyrir mér hvað lífið er stutt. Mér fannst ekki hægt að gera neitt annað en það sem maður elskar,“ segir Arnór. Í leit að hugljómun setti Arnór stefnuna á Taíland. „Ég setti mig í samband við mann í gegnum netið. Hann var að byggja upp heilsusetur og ég fór út til að aðstoða hann. Þegar ég kom á staðinn fann ég að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Síðan birtist nýlátinn frændi minn mér í draumi og fleiri fjölskyldumeðlimir. Ég yfirgaf svæðið eftir ráðleggingar þeirra.“ Upphófst þá atburðarás sem er ævintýri líkust. „Ég var staddur á kaffihúsi í bænum Pai. Afgreiðsludaman gaf sig á tal við mig og eftir stutt spjall kom hún mér í samband við munk sem bjó í fjöllunum þarna skammt hjá.“ Þessi munkur reyndist Arnóri afar vel. Arnór fékk að gista í hofi sem munkurinn hafði afnot af og síðar höfðust þeir við í helli. Samband þeirra tveggja var sérstakt því munkurinn talaði enga ensku. „Við vorum farnir að skilja hvor annan með bendingum og handamáli einhvers konar. En við eyddum líka svo miklum tíma saman.“ Arnór kynntist fleiri merkilegum einstaklingum á för sinni. „Ég stundaði jóga með 45 ára gamalli konu sem einnig bjó í bænum Pai. Við ferðuðumst yfir Taíland endilangt og ég elti hana til Indlands. Við tókum upp ástarsamband. Þetta var æðisleg upplifun.“ Í bland við þessi óvæntu ævintýri Arnórs lauk hann fjölda námskeiða í Taílandi og á Indlandi. Hann var því staðráðinn í því að gerast jógakennari við heimkomuna. „Ég komst í samband við góða kennara hérna heima og lærði líka af þeim.“ Í kjölfar þessa andlega ferðalags hefur Arnór gjörbreytt lífsstíl sínum. „Ég byrjaði á því að losa mig við sófann minn og setti upp tvö hengirúm í stofuna. Ég er líka búinn að taka mataræðið í gegn, horfi mjög lítið á sjónvarpið og eyði nokkrum tímum á dag í líkamlega og andlega uppbyggingu. Ég starfa á frístundaheimili og fæ að láta gott af mér leiða þar. Jógakennslan er að komast á fullt og það er allt að ganga upp,“ segir Arnór.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira