Hætti á sjónum og varð jógakennari Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. nóvember 2013 09:38 Hann segist ekki sakna þess að vera á sjó. "Ég var ótrúlega heppinn með vinnufélaga og hef ekki yfir neinu að kvarta. En sjómannslífið er erfitt. Maður tapar svo miklu á því, það er erfitt að þroskast og þróast þegar maður er alltaf fastur í sama farinu,“ segir Arnór. Fréttablaðið/Stefán Líf Arnórs Sveinssonar tók stakkaskiptum þegar hann var staddur í borginni Ríga í Lettlandi ásamt vinnufélögum sínum á frystitogaranum Venusi árið 2010. Frændi hans, sem einnig var áhafnarmeðlimur, lést í vinnuslysi. Arnór, sem hafði verið á sjó í áratug, ákvað þá að leita á önnur mið. Hann hafði alltaf haft áhuga á andlegum málefnum; hugleiðslu og jóga. Hann ákvað að helga sig áhugamálum sínum. „Ég er ótrúlega ánægður með þessa ákvörðun mína. Þarna rann upp fyrir mér hvað lífið er stutt. Mér fannst ekki hægt að gera neitt annað en það sem maður elskar,“ segir Arnór. Í leit að hugljómun setti Arnór stefnuna á Taíland. „Ég setti mig í samband við mann í gegnum netið. Hann var að byggja upp heilsusetur og ég fór út til að aðstoða hann. Þegar ég kom á staðinn fann ég að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Síðan birtist nýlátinn frændi minn mér í draumi og fleiri fjölskyldumeðlimir. Ég yfirgaf svæðið eftir ráðleggingar þeirra.“ Upphófst þá atburðarás sem er ævintýri líkust. „Ég var staddur á kaffihúsi í bænum Pai. Afgreiðsludaman gaf sig á tal við mig og eftir stutt spjall kom hún mér í samband við munk sem bjó í fjöllunum þarna skammt hjá.“ Þessi munkur reyndist Arnóri afar vel. Arnór fékk að gista í hofi sem munkurinn hafði afnot af og síðar höfðust þeir við í helli. Samband þeirra tveggja var sérstakt því munkurinn talaði enga ensku. „Við vorum farnir að skilja hvor annan með bendingum og handamáli einhvers konar. En við eyddum líka svo miklum tíma saman.“ Arnór kynntist fleiri merkilegum einstaklingum á för sinni. „Ég stundaði jóga með 45 ára gamalli konu sem einnig bjó í bænum Pai. Við ferðuðumst yfir Taíland endilangt og ég elti hana til Indlands. Við tókum upp ástarsamband. Þetta var æðisleg upplifun.“ Í bland við þessi óvæntu ævintýri Arnórs lauk hann fjölda námskeiða í Taílandi og á Indlandi. Hann var því staðráðinn í því að gerast jógakennari við heimkomuna. „Ég komst í samband við góða kennara hérna heima og lærði líka af þeim.“ Í kjölfar þessa andlega ferðalags hefur Arnór gjörbreytt lífsstíl sínum. „Ég byrjaði á því að losa mig við sófann minn og setti upp tvö hengirúm í stofuna. Ég er líka búinn að taka mataræðið í gegn, horfi mjög lítið á sjónvarpið og eyði nokkrum tímum á dag í líkamlega og andlega uppbyggingu. Ég starfa á frístundaheimili og fæ að láta gott af mér leiða þar. Jógakennslan er að komast á fullt og það er allt að ganga upp,“ segir Arnór. Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Líf Arnórs Sveinssonar tók stakkaskiptum þegar hann var staddur í borginni Ríga í Lettlandi ásamt vinnufélögum sínum á frystitogaranum Venusi árið 2010. Frændi hans, sem einnig var áhafnarmeðlimur, lést í vinnuslysi. Arnór, sem hafði verið á sjó í áratug, ákvað þá að leita á önnur mið. Hann hafði alltaf haft áhuga á andlegum málefnum; hugleiðslu og jóga. Hann ákvað að helga sig áhugamálum sínum. „Ég er ótrúlega ánægður með þessa ákvörðun mína. Þarna rann upp fyrir mér hvað lífið er stutt. Mér fannst ekki hægt að gera neitt annað en það sem maður elskar,“ segir Arnór. Í leit að hugljómun setti Arnór stefnuna á Taíland. „Ég setti mig í samband við mann í gegnum netið. Hann var að byggja upp heilsusetur og ég fór út til að aðstoða hann. Þegar ég kom á staðinn fann ég að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Síðan birtist nýlátinn frændi minn mér í draumi og fleiri fjölskyldumeðlimir. Ég yfirgaf svæðið eftir ráðleggingar þeirra.“ Upphófst þá atburðarás sem er ævintýri líkust. „Ég var staddur á kaffihúsi í bænum Pai. Afgreiðsludaman gaf sig á tal við mig og eftir stutt spjall kom hún mér í samband við munk sem bjó í fjöllunum þarna skammt hjá.“ Þessi munkur reyndist Arnóri afar vel. Arnór fékk að gista í hofi sem munkurinn hafði afnot af og síðar höfðust þeir við í helli. Samband þeirra tveggja var sérstakt því munkurinn talaði enga ensku. „Við vorum farnir að skilja hvor annan með bendingum og handamáli einhvers konar. En við eyddum líka svo miklum tíma saman.“ Arnór kynntist fleiri merkilegum einstaklingum á för sinni. „Ég stundaði jóga með 45 ára gamalli konu sem einnig bjó í bænum Pai. Við ferðuðumst yfir Taíland endilangt og ég elti hana til Indlands. Við tókum upp ástarsamband. Þetta var æðisleg upplifun.“ Í bland við þessi óvæntu ævintýri Arnórs lauk hann fjölda námskeiða í Taílandi og á Indlandi. Hann var því staðráðinn í því að gerast jógakennari við heimkomuna. „Ég komst í samband við góða kennara hérna heima og lærði líka af þeim.“ Í kjölfar þessa andlega ferðalags hefur Arnór gjörbreytt lífsstíl sínum. „Ég byrjaði á því að losa mig við sófann minn og setti upp tvö hengirúm í stofuna. Ég er líka búinn að taka mataræðið í gegn, horfi mjög lítið á sjónvarpið og eyði nokkrum tímum á dag í líkamlega og andlega uppbyggingu. Ég starfa á frístundaheimili og fæ að láta gott af mér leiða þar. Jógakennslan er að komast á fullt og það er allt að ganga upp,“ segir Arnór.
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira