„Þetta er mjög einfalt. Við ætlum okkur áfram“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2013 12:19 Ragnar Sigurðsson fagnar eftir sigurinn á Albaníu á dögunum. Mynd/Valli „Við sýndum að við getum alveg léttilega unnið þá ef við spilum vel, ellefu á móti ellefu,“ segir miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson. Ragnar var mættur klukkan ellefu að staðartíma á Maksimir-leikvanginn í Zagreb þar sem æfing liðsins stendur nú yfir. Ragnar segir ljóst að ef annað liðið standi betur að vígi eftir fyrri leikinn, sem lauk með markalausu jafntefli í Laugardalnum, þá séu það okkar menn. Íslenska liðið saknar Kolbeins Sigþórssonar í leiknum annað kvöld. Framherjinn meiddist á ökkla í fyrri leiknum en sem betur fer virðast meiðslin þó ekki jafn alvarleg og óttast var í fyrstu. „Það er hrikalegt að Kolli geti ekki verið með því hann er okkar markahæsti maður. En þú sérð alla sóknarmennina sem við erum með. Þetta verður ekkert mál.“ Ragnar hafði góðar gætur á Mario Mandzukic í fyrri leiknum. Framherji Bæjara komst lítt áleiðis í baráttunni við Árbæinginn. „Það var auðvitað ekki bara ég. Við gerðum það allir saman. Við ætlum að sjálfsögðu að gera það aftur. Varnarleikurinn hefru verið góður í síðustu leikjum og við verðum að ná því aftur á morgun.“ Ragnar hefur ekki áhyggjur af því að stress geri vart við sig á morgun. Menn séu vanir stórum leikjum og spili þá í hverri viku. „Það eru margir úrslitaleikir sem maður hefur spilað. Jafnvel þó þeir séu bara í Skandinavíu þá eru taugar í spilinu. Og að vera með mann eins og Eið sem er búinn að vera úti um allt, Gylfi og Aron spila á Englandi. Við erum með hörkulið og þurfum ekki að vera hræddir við neitt. Við ætlum okkur áfram. Það er hrikalega einfalt.“ Ragnar telur að liðið græði mikið á því að hafa leikmann eins og Eið Smára innanborðs í leikjum sem þessum. „Reynslan hjá Eiði skiptir miklu máli. Hvernig hann getur haldið boltanum í erfiðum aðstæðum inni á vellinum. Það eru ekki margir sem geta það. Það eru hann og Kolli kannski aðallega þarna frammi. Þetta skiptir miklu máli að hafa svona mikinn karakter inni á vellinum.“ Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Sjá meira
„Við sýndum að við getum alveg léttilega unnið þá ef við spilum vel, ellefu á móti ellefu,“ segir miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson. Ragnar var mættur klukkan ellefu að staðartíma á Maksimir-leikvanginn í Zagreb þar sem æfing liðsins stendur nú yfir. Ragnar segir ljóst að ef annað liðið standi betur að vígi eftir fyrri leikinn, sem lauk með markalausu jafntefli í Laugardalnum, þá séu það okkar menn. Íslenska liðið saknar Kolbeins Sigþórssonar í leiknum annað kvöld. Framherjinn meiddist á ökkla í fyrri leiknum en sem betur fer virðast meiðslin þó ekki jafn alvarleg og óttast var í fyrstu. „Það er hrikalegt að Kolli geti ekki verið með því hann er okkar markahæsti maður. En þú sérð alla sóknarmennina sem við erum með. Þetta verður ekkert mál.“ Ragnar hafði góðar gætur á Mario Mandzukic í fyrri leiknum. Framherji Bæjara komst lítt áleiðis í baráttunni við Árbæinginn. „Það var auðvitað ekki bara ég. Við gerðum það allir saman. Við ætlum að sjálfsögðu að gera það aftur. Varnarleikurinn hefru verið góður í síðustu leikjum og við verðum að ná því aftur á morgun.“ Ragnar hefur ekki áhyggjur af því að stress geri vart við sig á morgun. Menn séu vanir stórum leikjum og spili þá í hverri viku. „Það eru margir úrslitaleikir sem maður hefur spilað. Jafnvel þó þeir séu bara í Skandinavíu þá eru taugar í spilinu. Og að vera með mann eins og Eið sem er búinn að vera úti um allt, Gylfi og Aron spila á Englandi. Við erum með hörkulið og þurfum ekki að vera hræddir við neitt. Við ætlum okkur áfram. Það er hrikalega einfalt.“ Ragnar telur að liðið græði mikið á því að hafa leikmann eins og Eið Smára innanborðs í leikjum sem þessum. „Reynslan hjá Eiði skiptir miklu máli. Hvernig hann getur haldið boltanum í erfiðum aðstæðum inni á vellinum. Það eru ekki margir sem geta það. Það eru hann og Kolli kannski aðallega þarna frammi. Þetta skiptir miklu máli að hafa svona mikinn karakter inni á vellinum.“
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Sjá meira