Innlent

Endurskoða þarf fjárframlög

Áætlað er að ríkið hafi varið 5,9 milljörðum króna í framlög til rannsókna í háskólum landsins árið 2010.
Áætlað er að ríkið hafi varið 5,9 milljörðum króna í framlög til rannsókna í háskólum landsins árið 2010.
Ríkið verður að endurskoða fyrirkomulag opinberra fjárveitinga til háskóla landsins og skilgreina betur framlög til rannsókna í háskólum. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar sem birt er í nýrri skýrslu um fjárveitingar ríkisins til háskólarannsókna.

Þar kemur fram að nauðsynlegt sé að efla eftirlit með nýtingu framlaganna sem og samræma mat á gæðum og árangri rannsóknanna. Í skýrslunni segir einnig að erfitt sé að tilgreina hversu mikið fé ríkið veitir háskólum árlega til rannsókna þar sem opinber fjármögnun málaflokksins sé í senn flókin og ógagnsæ. Þá veiti bókhald skólanna takmarkaða vitneskju um útgjöld þeirra til rannsókna.

Ætla má að heildarframlög ríkisins til rannsókna og annars hafi numið nálægt 5,9 milljörðum árið 2010. Þó hafa framlögin aðeins að litlu leyti verið tengd árangri rannsóknanna og ekki hefur verið innleitt samræmt mat á gæðum og árangri. Því telur Ríkisendurskoðun brýnt að tekið verði upp samræmt matskerfi eins og tíðkast meðal annars í Noregi.

Fimm af sjö háskólum hér á landi hafa gert samning við mennta- og menningarmálaráðuneytið og er gildistími þriggja þeirra útrunninn. Ráðuneytið er því hvatt til að hraða endurnýjun samninganna.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×